Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 19

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 19
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 17 Sr. Magnús Guðmundsson var í íyrstu stjórn Bolinder gerð og vélgæslumaður var Guðjón Sigurðsson og síðar Sigurður Tómasson. Þá tóku við Þórður Þórðarson og Bárður Jens- son og enn síðar Kjartan Þor- steinsson og Eyjólfur Magnússon. Allir þessir menn störfuðu að vél- gæslu á 5. áratugnum. Margir Ólsarar væntu þess að fá vinnu í frystihúsinu er það tók til starfa, en það olli miklum vonbrigðum að karlar voru nánast eingöngu ráðnir til starfa í frystitækjunum en kvenfólk í flest önnur störf vegna þess að kaup þeirra var að- eins 50% af launum karla. Mikil kolaveiði I framhaldi af stofnun Hrað- frystihúss Ólafsvíkur h.f. stórjókst dragnótaveiði Ólafsvíkurbáta sem var fyrst og fremst veiði á kola sem var stutt að sækja á mið út af Ólafsvík. Veiði var oft ágæt og annaði ekki frystihúsið að vinnu úr öllum þeim kola sem barst að. Varð því stundum að flytja til annara verstöðva umframafla, eða selja í skip er komu að safna sam- an fiski er til sölu var. Arið 1951 var lokað fyrir dragnótaveiði við Breiðafjörð og kippti það stoðum undan kolavinnslu í frystihúsinu og því lokað yfir hásumarið sem áður hafði verið helsti vinnslutími hússins. En eftir það stórjókst afli á vetrarvertíð, hafnarskilyrði bötnuðu og aðalvinnslutími frystihússins var á veturna og hrá- efnið bolfiskur. Erfiður rekstur Innan fárra ára frá stofnun Hraðfrystihúss Ólafsvíkur h.f. mun rekstur þess hafa orðið erfið- ur heimamönnum og þeir leitað eftir viðbótar hlutafé utan Ólafs- víkur og svo er komið á aðalfundi 23. sept. 1945, að þrír aðilar bú- settir utan Ólafsvíkur koma inn í stjórnina. Þeir Richard Thors, framkvæmdastjóri í Reykjavík, Þórður Ólafsson, útgerðarmaður í Reykjavík og Oddur Helgason út- gerðarmaður í Reykjavík, en áfram sitja heimamennirnir Eliní- us Jónsson og Jónas Þorvaldsson. - Hlutafé er aukið á þessum fundi úr kr. 90.200 upp í kr. 250.000 og öll hlutafjáraukningin innborg- uð.- Guðjón Sigurðsson stjórnarmaður í HÓ. En hverjir voru þessir nýju for- ustumenn Hraðfrystihúss Ólafs- víkur h.f. Hinn nýi formaður Þórður Ólafsson kom ungur maður ofan úr Borgarfirði til Reykjavíkur og lærði söðlasmíði, en smám saman fór hann að snúa sér að viðskipt- um og útgerð. Gerðist hluthafi í togurunum Belgum og Ask. Sjómenn! Tií fiamiruj ju með daginn Eleníus Jónsson var fyrsti stjórnarformaður HÓ Einnig stofnaði hann Kolasöluna í Reykjavík, og 1938 Lýsi h.f. með Tryggva bróður sínum. Þórði mun hafa litist vel á miðað við hans aðstæður að fjárfesta í hluta- bréfum frystihússins, og taka þar við formennsku. Richard Thors var bróðir Thors Thors og kom inn sem hluthafi eftir brottför bróður síns til sendi- herrastarfa í Ameríku. Oddur Helgason fékkst við tog- araútgerð í Reykjavík um þessar mundir. Hann fékkst við ýmis- konar viðskipti og faðir hans Helgi Magnússon rak hina stóru hreinlætis- og pípulagningaversl- un „Helgi Magnússon og Co“. Þessir aðilar voru í viðskipta- eða vinatengslum við Thorsarana, sem væntanlega hafa hvatt þá til þátttöku í útgerð og rekstri á Snæ- fellsnesi, en þaðan var móðir þeirra upprunnin. Hér með líkur fyrrihluta um sögu Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Það er ætlun rtistjóra að framhald verði í næsta blaði. Ásgeiri Jó- hannessyni eru þökkuð þessi góða samantekt. Það er afar mikilvægt að halda þessum heimildum sam- an en þeim mönnum fer fækkandi sem þekkja upphaf þessa þýðing- armikla hluta í atvinnnusögu Ólafsvíkur, sem bygging og rekst- ur hússins hafði. SEAFOOD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.