Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 20
18
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
Bjami Ólafsson
Ræða á Sjómannadaginn 2005
í Ólafsvík
Bjarni Ólafsson var ræðumaður í Sjómannagarðinum. Fánaberi á myndinni er Sævar Gíslason.
Ljósmynd: Sigurjón Bjarnason
Kæru sjómenn og aðrir hátíðar-
gestir.
Til hamingju með daginn.
Það er mér mikill heiður að fá
að ávarpa ykkur á þessum hátíðar-
degi. Það þykir einhverjum ef-
laust standa á haus, að gamall
sveitakarl sé fenginn til þess arna.
En þeir Egilsmenn eru svo frjáls-
lyndir að þeir fara út fyrir sínar
raðir og þannig á það líka að vera,
stétt með stétt.
Hér áður fyrr voru menn úr
sveitunum kallaðir til þegar mikill
afli barst á land og bjarga þurfti
verðmætum undan skemmdum.
Þetta var áður en hið umdeilda
kvótakerfi kom til sögunnar með
sína kosti og galla eins og öll
mannanna verk. Þá var líka eitt-
hvað til sem hét að fara á vertíð og
mátti þá hver vinna sem hann gat.
Þegar ég byrjaði að vinna hér í
Ólafsvík sem ungur maður, þá var
suðurgarðurinn gamli aðal hafnar-
svæðið. Þá voru bátarnir margir
hverjir smáir og bómurnar stuttar
þannig að ekki náðist að hífa
löndunarmálið upp á bílinn eða
kerruna og varð því að setja aflann
á bryggjuna og henda síðan upp á
farartækið. Þetta þótti ekkert til-
tökumál, menn löguðu sig eftir
aðstæðum.
Nú, ef við förum lengra aftur í
tímann þegar árabátarnir voru
allsráðandi og engin tækni til
komin, þá var hvalbeinum raðað í
fjöruna og kjölnum á bátnum
rennt eftir þeim. Þetta voru rif-
bein úr hvölum svona ca. 1.50 m
á lengd. Eg tók þátt í þessu sem
unglingur, þegar faðir minn reri á
árabát sem Sigurður bróðir smíð-
aði og var honum róið frá Hauka-
brekku. Þetta var ekki gert í at-
vinnuskyni heldur til að afla mat-
ar fyrir heimilið. Þar voru margir
munnarnir svangir.
Þá var skakað á borðstokknum,
enda engar rúllur komnar til sög-
unnar. Þegar línuútgerðin stóð
sem hæst hér frá Ólafsvík, fannst
manni alltaf nöturlegt þegar bát-
arnir voru að fara út á kvöldin,
svona um eða eftir miðnættið í
misjöfnu veðri og myrkri, þegar
hinir voru að skríða upp í bólin
sín og fara að sofa. Þetta við-
gengst ennþá en bátarnir eru
orðnir stærri og betur útbúnir.
Það er ánægjuleg þróun hér í Snæ-
fellsbæ núna. Það er verið að
byggja bæði íbúðarhús og at-
vinnuhúsnæði. Þetta eykur bjart-
sýni hjá fólki og hefur jákvæð
áhrif.
Mér finnst Leifur Halldórsson
sýna gott fordæmi, hann var ekk-
ert að gefast upp og fara með sínar
„millur“ suður eins og margur
hefur gert og gleymt sínum upp-
runa. Ég vil bera fram þá ósk að
handhafar fiskveiðiheimilda hér í
Snæfellsbæ sjái sér fært að gera út
áfram en grípi ekki til þess ör-
þrifaráðs að selja kvótann og þar
með lifibrauð fólksins á staðnum.
Sjómannastarfið stöðugt hefur
staðið okkur nær.
Lífið sem að Guð oss gefur
gildi margfalt fær.
Þar sem hættur löngum leynast
við lífsbjörgina að fá.
Hugir okkar bljúgir beinast
að bátar allir landi ná.
Þegar vetrar vindar hvína
vonleysið oft grípur menn.
Ut í kófið kvíðnir híma
kemur þá upp bænin senn.
Almættið sem öllu ræður
um okkar lífsins braut.
Stöndum saman systur bræður
siglum fram í Drottins skaut.
Að lokum vil ég óska ykkur öll-
um alls hins besta á komandi tíð.