Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 23

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 23
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 21 Síldveiðar í Norðursjó Það var vorið 1972, nánar til- tekið í maí, að afloknum einum námsvetrinum að sá er þetta ritar heyrði auglýst eftir háseta á bát mb. Ingiber Ólafsson GK 135, sem var á förum til síldveiða í Norðursjó. Ingiber Ólafsson GK 135 var 247 brúttórúmlesta og gerður út frá Keflavík, smíðaður í Noregi 1964 heilmikið óyfirbyggt skip með mikinn hvalbak og hið ágætasta sjóskip. Báturinn var bú- inn á hefðbundinn hátt til síld- veiða en um þetta leiti voru flestir bátar komnir með dælu til að inn- byrða aflann meðan við vorum enn með háf. Með glampa í aug- um og vel minnugur þess ljóma er yfir síldveiðum í Norðursjó skein var hringt í tiltekið símanúmer og falast eftir plássi. Reynsla af sjó- mennsku var nú ekki upp á marga fiska en þó hafði hún bunu í salt- an sjó til að bera og það meira að segja utan landhelginnar. Þannig Óli Sverrir Sigurjónsson var hún tiltekin reynslan að eitt sumar hafði farið í sjómennsku á handfærabáti í Grindavík og einu sumri hafði verið varið á bot- vörpungi í Vestmannaeyjum. Þannig fór að „sjóarinn“ sem var nú lítið meira en landkrabbi var munstraður. Kokkurinn var kona Fyrsta vika sjómennsku þessarar fór í að gera bátinn kláran til veiða. Það tók nokkra daga, sem liðu hægt, því ólmur vildi ég komast á vit ævintýranna. Þarna hittist sem sagt, nokkru fyrir brottför, skipshöfnin og var ég yngstur, 18 ára. Áhöfnin var þannig skipuð að þarna var fólk á öllum aidri eða frá 18 ára til sex- tugs. Eg segi fólk því kokkurinn var kvenkyns, færeysk kona sem eldaði alveg hreint dýrindis mat að minnsta kosti framan af. Það átti seinna eftir að breytast eilítið því eflaust hefur útgerðinni þótt of mikið ílagt að vera með stór- veislumat upp á hvern einasta dag. Þegar allt var klárt var látið úr höfn og komið við í Færeyjum til að taka ís. Kassa fyrir aflann komum við með að heiman, frá fyrra sumri. Kassa segi ég og á þar við timburkassa, því á þessum tíma hafði plastið ekki hafið inn- reið sína í fiskveiðarnar af nokkrum krafti. Ekki rekur minni mitt til annars en að allt hafi þetta nú gengið þokkalega í byrjun, þetta var jú undir lok þessa veiði- skapar og magn síldar farið að minnka í Norðursjónum. Tveggja sólarhringa landstím Þannig tók það nokkurn tíma að fylla í fyrsta túr, en hvort það var lengri tími en eðlilegt gæti talist, var erfitt að gera sé í hugar- lund, viðmiðun hjá mér var ekki til staðar. Það að ná nógu miklum og góðum afla var alltaf kapp- hlaup við tímann vegna hitans. Oftast tók það 2-4 sólarhringa. Landstím tók síðan upp undir tvo sólarhringa og þá var oftast við lít- ið að vera þegar ekki var staðin vakt í brú. Tæpast þarf að segja frá því að mest var siglt eftir mið- unarstöðvum, staðsetning og stefna miðuð út frá radíóvitum og ekki var laust við það að land- krabbanum þætd það merkilegt. Hvað varðar nærumhverfið var ratsjáin helsta hjálpargagnið. Alltaf var svo dýptarmælir látinn damla en þegar farið var að nálg- ast land, svo til sást, var yfirleitt slökkt á honum. Það var gert að reglu eftir að einhverjum í áhöfn- inni þótti það athugunar vert að botnlína sjávarins var kominn upp fyrir topplínuna á mælinum!! Alltaf lukkaðist landataka þó óað- finnalega. Landað var í Hirtshals á markað og var það ærin törn að koma aflanum, ísuðum í tréköss- unum góðu frá skipi. Það tók yfir- leitt part úr degi, þegar vel gekk Sjómenn! Tit haminqju með daqinn! 1986 .2006 20 raftækni Sf. Snæfellsbæ Engihlíð 14, Ólafsvík. Sími: 436 1458, GSM 892 5422

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.