Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 27
 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 25 beitingu, aðgerð og við að ná í beitu, sem var aðallega sandsíli og kræklingur, en auk þess síld og ljósabeita. Aukamennirnir voru ekki ráðnir upp á hlut, heldur fengu þeir að hafa eina lóð, 50-60 öngla, og áttu allt sem á hana kom. Annar þessara aukamanna fyrra sumarið var Eliníus Jónsson. Aflann sölt- uðu eigendur sjálfir og seldu hann Einari Markússyni fyrra sumarið, en Jóni Proppé, sem þá var versl- unarstjóri„Islandsk Handels- og Fiskerikompagni“ í Ólafsvík, síð- ara sumarið. Verð á flöttum stór- fiski var þá fimm aurar pundið. Óðinn bætist í flotann Auk þess að gera bátinn út til veiða höíðu þeir félagar nokkurn hagnað af því að taka að sér flutn- inga á Breiðafirði á honunt, aðal- lega fyrir Hólmara. I vertíðarlok 1905 leystu eig- endurnir upp félag sitt um bátinn og seldu hann Lárusi Skúlasyni frá Sandi. Þegar hann var seldur hafði aflast svo vel að eigendurnir áttu hann skuldlausan. Lárus gerði bátinn einungis út í eina vertíð frá Krossavík, en varð að hætta þar sem engin var hafnaraðstaðan og erfitt að taka bátinn upp. Þar sem útgerð Geysis gekk svo vel var þess skammt að bíða að fleiri vélbátar bættust í flota Óls- ara. Árið 1905 kom vélbáturinn Óðinn til þorpsins, en eigendur hans voru þeir Þórður Matthías- son og Pétur Finnsson. Pétur eignaðist síðar vélbát sem hét Tóta og var sá með Dan-vél. Bát þennan keypti Pétur af Jóhannesi Jónssyni í Grundarfirði. Árið 1906 var keyptur til þorpsins bát- ur sem bar heitið Sæbjörg. Eig- endur hans voru þeir Stefán Krist- jánsson, Þorkell mágur hans Guð- brandsson og Guðmundur Magn- ússon. Sæbjörg var 2-3 lestir að stærð og keypt frá Dýrafirði. Tjón vegna hafnleysis Snemma á dögum vélbátaút- gerðar í Ólafsvík urðu menn fyrir umtalsverðu tjóni vegna hafnleys- isins. Þannig greinir Magnús Kristjánsson frá því í dagbók sinni 8. júní árið 1907 að veður hafi verið norðan rokhvasst og bætir svo við: ,,I nótt og í dag sleit upp 3 mótorbáta hér af höfninni þeir brotnuðu dálítið en sá 4. sökk á höfninni sem verslun Ó.H. átti“. Einar Markússon varð og sam- kvæmt dagbók Magnúsar fyrir tjóni vegna vélbátaútgerðar, því hinn 15. október 1906 ritar Magnús eftirfarandi í dagbók sína: „Norðan rokhvasst og mikið frost... í nótt sem leið strandaði mótorskonortan Klarína hér í Ólafsvík, menn björguðust, voru 4 á, hún var eign E. Markússonar, verður áreiðanlega ónýt, ég var dálítið við strandið f.p.“. Fleiri bátar koma Þrátt fyrir þetta og önnur óhöpp hélt Einar áfram starfsemi sinni í Ólafsvík fram til ársins 1909 og virðist hann hafa haft all- nokkuð umleikis síðustu starfsár sín þar, því Magnús ritar í dagbók sína 18. maí 1907 „...og hér á höfninni liggur meiri hluti af skipaflota Einars Markússonar“. Arin 1907-1908 voru tveir bát- ar frá Isafirði gerðir út frá Ólafs- vík. Annar þeirra hét Valborg og var formaður á bátnum Jón, nefndur Isfirðingur. Hinn bátur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.