Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 28

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 28
26 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 inn hét Cesar og var formaður hans Einar Daðason frá Isafirði (Eliníus Jónsson minnti að for- maður þar væri Eiríkur Helgason, en Ottó Arnason taldi bátinn hafa verið í eigu Guðjóns Jónssonar í Brekkubæ og hefði verið á honum vélstjóri er hét Eiríkur Eiríksson, síðar lóðs á Isafirði). Fleiri vélbát- ar voru gerðir út frá Ólafsvík.á þessum árum. Meðal þeirra voru bátarnir Ægir sem Einar Markús- son átti með fleirum og Einar frá Hringsdal í eigu Péturs Jóhanns- sonar o.fl. Alls er talið að á árun- uml904-19l4 hafi verið gerðir út níu vélbátar frá Ólafsvík, en eftir 1914 varð hlé á vélbátaútgerð til ársinsl916. Legan hættuleg Þeir bátar er hér getur um voru eins og Geysir allir gerðir út á línu og var síld notuð í beitu og jafnvel kræklingur. Hann var sóttur inn í Kolgrafafjörð og suður í Straum- fjarðarós eða tekinn úti fyrir Mýr- um. Ekki voru aðstæður til að taka bátana upp og voru þeir því látnir liggja við festar á legunni og bátar eða flatbotna „doríur“ not- aðar til að flytja aflann í land og lóðir um borð. Legan var hættuleg bátúm í sunnan- og norðanveðr- um eins og frásögn Magnúsar Kristjánssonar ber vott um, því bátana gat fyllt eða þeir drógu legufæri sín og bárust á land. Árið 1916 var vélbáturinn Jök- ull keyptur til þorpsins og voru eigendur hans þeir Hreggviður Þorsteinsson, Þorsteinn Jónsson, bróðir Jóhanns skalds, og Björn Þorsteinsson sem var formaður á bátnum. Var Jökull gerður síðast út árið 1918. Sama ár eða árið á eftir komu nokkrir aðrir vélbátar til Ólafsvíkur. Af þessum bátum eru þekktir eftirfarandi: Gammur, eigandi hans var Guðmundur Þórðarsson, Isafold, var í eigu Sveinbjörns Jakobssonar o. fl. , Óskar I. í eigu Jóns Proppé, og Karl XII. í eigu Péturs Jóhanns- sonar o. fl. Engin vitneskja er um það hversu lengi þessir bátar voru gerðir út frá Ólafsvík, en varla hefur það verið lengi. Hugað að hafnarbótum Frá því um 1918 og fram til 1927 voru ekki gerðir út vélbátar frá þorpinu og fiskveiðar því ein- vörðungu stundaðar á opnum bátum. Hafnleysið kom í veg fyrir útgerð stærri vélbáta. Þegar á öðr- um áratugi aldarinnar var farið að huga að hafnarframkvæmdum og lét Jón Proppé Jón Þorláksson landsverkfræðing gera uppdrátt að hafnargarði í þorpinu. Nokkrir Ólsarar gengust skriflega í ábyrgð fyrir fé eða vinnuframlagi til þess- arar framkvæmdar. Ekkert varð þó úr þessum áformum, en upp úr 1920 urðu kröfur um úrbætur há- værar og hófust framkvæmdir við þær á þriðja tugi aldarinnar, eins og nánar verður rakið í síðara bindi þessarar sögu. Það var svo ekki fyrr en nokkuð hafði miðað í hafnarframkvæmdum að vélbáta- útgerð hófst að nýju í Ólafsvík. Voru þá fyrst í stað settar vélar í gömul opin áraskip. Þeir sem riðu á vaðið með slíkar breytingar á bátum sínum voru Ingvi Krist- jánsson og Kristján Þórðarsson. Nánar greinir frá vélbátaútgerð síðustu áratuga í síðara bindi þessa verks. Vélbátur smíðaður af Bjarna Þorkelssyni. Geysir, fyrsti vélbátur Ólsara var með sama lagi. Mynd úr Óðni 1904. Settdctm í Sttte£eCC<}Jk& oy £jöt4ÁcfCdttc*t fieincuz &eiCCaó4Úin í tiíe^ti ^fócttcmttcid^iCfSÍHs! Sölusfjáti OK..Ó[afsmíj, v/ Ólafsbraut • sími 436 1012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.