Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 29

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 29
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 27 Gissur Tryggvason Bátatrygging Breiðafjarðar Að beiðni Sjómannadagsblaðs Snæfellsbæjar tók Gissur Tryggvason fv. framkvæmda- stjóri Bátatryggingar Breiða- fjarðar saman sögu þess sem spannar rúm 60 ár. Föstudaginn 22. júli 1938 var samkvæmt áðurgengnu fundar- boði og auglýsingu í útvarpi, haldinn fundur meðal mótor- bátaeigenda við innanverðan Breiðafjörð, í þeim tilgangi að stofna bátaábyrgðarfélag fyrir svæðið frá Búlandshöfða um inn- anverðan Breiðafjörð til Brjáns- lækjar. Fundurinn var haldinn í samkomuhúsinu í Stykkishólmi. Sigurður Ágústsson kaupmaður setti fundinn og tilnefndi sem fundarritara Guðmund Jónsson. Fundarstjóri Sigurður Agústsson las því næst frumvarp að lögum fyrir félagið og skýrði það lið fyrir lið. Var samþykkt að félagið skyldi heita Bátatrygging Breiða- fjarðar og ná yfir svæðið frá Bú- landshöfða um innanverðan Breiðafjörð til Brjánslækjar. Heimili félagsins og varnarþing er í Stykkishólmi. Lagafrumvarpið var því næst borið undir atkvæði eins og það lá fyrir og var það samþykkt í einu hljóði. Tillaga kom fram frá Guð- mundi Jónssyni um að stjórnar- kosning sú er nú færi fram á fundinum gilti aðeins eitt ár eða til næsta aðalfundar. Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með samhljóða atkvæðum. Fór því næst fram kosning í stjórn fyrir félagið. Var kosning leynileg og féllu atkvæði þannig: Sigurður Ágústsson hlaut 12 atkvæði, Sig- urður Steinþórsson hlaut 11 at- kvæði, Guðmundur Jónsson hlaut 9 atkvæði. Voru þeir þar með kosnir í stjórnina. Nokkrir aðrir fengu fáein atkvæði. í vara- Sigurður Ágústsson var stjórnarformaður í 35 ár. stjórn voru kosnir: Óskar Níels- son Svefneyjum, Kristmann Jó- hannsson Stykkishólmi, Oddur Valentínusson Stykkishólmi. Endurskoðendur voru kosnir: Is- leifur Jónsson og Ólafur Stur- laugsson Stykkishólmi. Til vara: Guðmundur Bjarnason og Ágúst Pálsson Stykkishólmi. Fleira gerð- ist ekki á fundinum og var hon- um því næst slitið. Sig. Ágústsson fundarstjóri Guðmundur Jónsson fundarrit- ari Þannig hljóðaði hin fyrsta fundargerð Bátatryggingar Breiðafjarðar. Samkvæmt áður fengnum heimildum þá var það Sigurður Ágústsson kaupmaður síðar þingmaður, sem var aðal hvatamaður að stofnun þessa fé- lags, enda setur hann fundinn og stjórnar. Félagssvæðið stækkað Eins og fram kemur í fundar- gerðinni þá var flotinn ekki stór á þessum tíma, eða aðeins mótor- bátar, en flotinn átti eftir að stækka og tryggingarsvæðið einnig. Undir rekstrarlok félags- ins þá var tryggingarsvæðið ótil- greint og einnig stærð skipa. Sig- urður Ágústsson var fyrsti stjórn- arformaður félagsins eða frá stofnun 1938 til ársins 1973 eða í 35 ár og var því stjórnarformaður lengur en nokkur annar í sögu fé- lagsins. Við formennsku af Sig- urði tók Víglundur Jónsson út- gerðarmaður í Ólafsvík en hann var áður búinn að sitja í stjórn fé- lagsins frá 1955. Víglundur var formaður til ársins 1981 eða í átta ár en sat í stjórn félagsins í 26 ár. Við formennsku af Víglundi tók Sofifanías Cecilsson útgerðarmaður í Grundarfirði og var hann formaður til ársins 1998 eða í sautján ár. Soffanías sat sam- fellt í stjórn og varastjórn félags- ins í 36 ár og hefur enginn félags- maður setið lengur í stjórn fé- lagssins. Við formennsku af Soff- aníasi tók Guðmundur Kristjáns- son framkvæmdarstjóri í Rifi, en Víglundur Jónsson.Formaður frá 1973 til 1981
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.