Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 33
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
um goldið þessa og gæði vinnsl-
unnar hafa þar að auki ekki alltaf
verið upp á það besta. En þetta
var tíðarandinn, magnið skipti
mestu máli, gæðin voru afgangs-
stærð. Það var því mesta furða
hvað manni tókst að mata roð-
flettivélina vikum saman í 12 til
20 tíma á sólarhring án þess að
slasa sig. Það kom líka fyrir að
roðið festist í vélinni og hún hætti
að vinna fyrir þær sakir. Þá kom
Siggi Tomm - Siggi í Framtíð -
með skrúfjárn sín og skiptilykla
og pípuna í munninum og lag-
færði vandann öruggum höndum,
fáorður en verklaginn maður, sem
starfaði sem vélstjóri við frystivél-
arnar og lengi síðan. A móti hon-
um stóð vaktina við vélarnar mað-
ur sem mig minnir að hafi heitið
Ingimundur, gæti hafa verið frá
Akranesi, en þó þori ég ekki að
fullyrða um það. Svo var hann El-
inbergur Sveinsson þarna líka,
kominn í land af sjónum. Við El-
inbergur erum nokkuð skyldir,
báðir komnir út af prófastinum á
Staðastað, sr. Þorkeli Eyjólfssyni
og konu hans Ragnheiði Pálsdótt-
ur frá Elörgslandi á Síðu. Svo voru
þau Gestheiður kona hans og
pabbi náttúrulega bræðrabörn.
Aðal verkstjóri var þarna Jóhannes
nokkur Bergsveinsson, upprunn-
inn á Hólmavík á Ströndum, en
hafði farið nokkuð víða á vegum
Sjávarafurðadeildar Sambandsins
við að skipuleggja og koma á lagg-
irnar fiskvinnslu á vegum kaupfé-
laga og fyrirtækja þeim
tengdum. Jóhannes þótti
nokkuð strangur verkstjóri,
en kunni áreiðanlega sitt fag.
Hann var þó ekki lengi
þarna, enda hefur það líklega
ekki staðið til annað en hann
yrði þarna fyrst og fremst við
að koma vinnslunni á lagg-
irnar.
Forfrömun í starfi.
Eftir páska forframaðist
sögumaður á þann hátt, að
ég fékk að hætta á roðfletti-
vélinni og fór að vinna í fisk-
móttökunni sem aðstoðar-
maður flatningsmanna, sem
unnu þar við þessi fyrstu
stig saltfiskverkunar. Vinnslan
snerist sumsé ekki einungis um að
frysta flök, heldur var líka talsvert
af fiski saltað og einnig fór sá fisk-
ur, sem ekki þótti hæfur til flaka-
vinnslu eða söltunar í skreið og
var hengdur upp í hjalla. Aðallega
mun það hafa verið fiskur, sem
legið hafði of lengi í netum sem
ekki hafði náðst af einhverjum
ástæðum að vitja um. Embætti
mitt þarna frammi í móttökunni
fólst í að tína upp fisk, sem búið
var að hausa, upp á flatningsborð-
ið til tveggja manna, sem stóðu
þar og flöttu hvor mót öðrum;
vinnulag sem líklega hefur verið
upprunnið á togurunum. Til þess
að menn væru ekki alltaf að snúa
fisknum fyrir framan sig, þá skar
annar niður með beingarðinum
og aftur úr, en hinn skar úr bein-
garðinn og fleygði fisknum í
þvottakar. Verklagnir menn gátu
náð gríðarlegum afköstum við
flatninguna með þessu móti. Nú
er þetta allt gert í vélum og góðir
flatningsmenn því orðnir fágætir.
Á því borði sem ég aðstoðaði á,
stóðu við flatninguna tveir eldri
menn, annar þeirra var Jóhannes
heitinn Bjarnason, sem kvæntur
var Lilju Sigþórsdóttur, móður-
systur minni, en hinn var færeysk-
ur, því miður er ég búinn að
gleyma nafni hans, en minnir að
hann hafi heitið Pétur að fornafni.
Aldrei sá maður þessa tvímenn-
inga flýta sér. Þeir unnu allan dag-
inn með sama hraða, hnífarnir
gengu eins og þeir væru knúnir af
vél sem gengi með föstum hraða.
Á næsta borði voru nokkrir
ungir aðkomumenn, þar var
oft glatt á hjalla, mikið
spjallað og hlegið, teknar
pásur en skorpur í milli.
Gekk þá oft mikið á og
boðaföll á alla kanta. En eftir
daginn var magnið frá þeim
aldrei neitt nálægt því jafn
mikið og hjá „gömlu“
mönnunum. Þess utan man
ég eftir því að Oskar Þorgils-
son frá Bug, sem var þarna
verkstjóri, vakti athygli mína
á því að á dálkunum sem
gengu frá Jóhannesi og Fær-
eyingnum sást varla arða af
fiski, en frá hinum var ansi
mikið af fiski sem fór for-
Séð niður á Suðurgarðinn. Til vinstri er hornið á Hraðfrystihúsi
Ólafsvíkur.
Stapafell nýkomið til hafnar frá Svíþjóð með flöggin uppi.