Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 48

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 48
46 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Húsakostur Jökuls h.£ á Hellissandi. Vestmanneyja og búið að kaupa nýtt skip frá Noregi sem við gef- um nafnið Arnkell SH 138. Arn- kell var 110 lesta tréskip og Jökull h.f. átti hann í nokkur ár. Leifur Jónsson var skipstjóri. A þessum árum voru margir hér á Snæfells- nesi að kaupa skip. M.a. bátarnir í Ólafsvík og Skarðsvíkin sem kom 1960. Umsvifin og afköstin hjá Jökli jukust ár frá ári. Margir bátar voru farnir að landa í Rifs- höfn. Pétur Sigurðsson var í viskiptum hjá okkur á tveimur vertíðum. Kristján Guðmundsson kemur úr Stykkishólmi með Tjaldinn og landar hjá okkur í a.m.k. tvær vertíðir áður en hann byrjaði sjálfur að verka. Hafrúnin var keypt á þessum árum og við áttum þann góða bát í nokkur ár. Bátar komu frá Skagaströnd t.d. bátar sem hét Skallarif og Völusteinn og þá átti Lárus Valdemarsson. Þá landaði hjá okkur í mörg ár stórvinur minn Jón Magnússon á Vestra. Okkar tryggasti viðskipta- vinur alla tíð og uppistaðan í afl- anum til Jökuls var Kristinn Jón Friðþjófsson á Hamri. Hann var hjá okkur þar til hann fór sjálfur að verka í Sjávariðjunni. Jökull hættir svo rekstri 1991. Fyrsti verkstjórinn í Jökli var Sumarliði Andrésson í Viðvík. Sérstakur öðlingur, traustur og farsæll. Sumarliði var hjá okkur þar til hann féll frá í ágúst 1969. 1 Jökli var jafnan úrvals fólk. Það er gott að hugsa til þess og minn- ast þeirra dugmiklu kvenna og karla sem þar störfuðu. Síldarsölt- Þingflokkur Alþýðubandalagsins á áttunda áratugnum. í hópnum eru tveir varamenn - Skúli íyrir Jónas Arnason og Vilborg Harðardóttir fyrir Magnús Kjartansson. það hverjir fari hér í framboð. Jónas Árnason flytur í kjördæmið. Hann er valin af heimamönnum til að skipi fyrsta sætið í kosning- um 1967 en nær ekki kosningu. Árið 1971 skipar Jónas aftur fyrsta sætið og kemst á þing. Jónas vildi fá mann fyrir sig á þing með- an umræða um fjárlögin stæði yfir. Hann taldi sig ekki nógu kláran í þann slag. Eg fór því inn á þing þetta haust, í fyrsta sinn, og var fram að jólum. Ég var svo inni á Alþingi af og til því Jónas þurfti að sinna ýmsu öðru en þingmennskunni. Hann fór fyrir Lúðvík til Bretlands til kynna málstað Islands í landhelgismál- inu, á þing Sameinuðu þjóðanna og margt fleira. Auk þess sem hann var oftast með leikrit eða önnur skáldverk á skrifborðinu. Það þýddi það að ég var orðin hagvanur á þingi þegar Jónas hættir haustið 1979. Alþýðu- bandalagsmenn á Vesturlandi töldu þi. sjálfsagt að ég tæki hans sæti. Ég taldi það skyldu mína að sinna því kalli. Ég gat sloppið frá mínum umsvifum vegna þess að Hulda dóttir mín var búin að ná sér í mann, Hallgrím Guðmunds- son, sem var tilbúinn að taka við Jökli. Hallgrímur stjórnaði Jökli með sóma alla tíð. Við þingmennirnir af Snæfells- nesi ég og Alexander Stefánson unnum náið saman þegar um máefni Vesturlands var að tefla. Helstu kjördæmismálin voru sam- Alþingismaðurinn Þegar ég kom hingað var ég mjög áhugasamur um stjórnmál, hernámsandstæðingur og félagi í Sósía 1 istaf 1 okkmí m. Ég skipti mér af alþingiskoningum en þar voru mínir menn í framboði fyrir Sósí- alistaflokkinn og svo Alþýðu- bandalagið þeir Guðmundur J. Guðmundsson og seinna Ingi R. Helgason. Svo gerist það að Kjör- dæmisráð Alþýðubandalagsins er stofnað hér á Vesturlandi árið 1959 Þá teljum við okkur eiga að ráða meiru en flokksforustan um un var reynd í Jökli um 1960. Sá hét Árni Hólm sem kom þeirri prufu í gang. Seinna söltuðum við síld í nokkur haust í Jökli, það gekk alltaf vel og skilaði góðum hagnaði. Á þessum árum var líka söltuð síld í Rifi hjá Kristjáni Guðmundssyni og í Ólafsvík bæði í Hróa og HÓ.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.