Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 52
50
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
Konny B. Leifsdóttir
flutt á
sjómannadaginn
Sjómenn, fjölskyldur ykkar og Snæfellskur sjómaður, Þórður
aðrir sem hér eru samankomnir, Halldórsson frá Dagverðará, orti
til hamingju með daginn kvæði sem hann nefndi Snæfells-
jökul
Lít ég þig, jökull, í ljóma frá minningum fornum,
leiftra í tíbránni sagnir af minningum horfnum.
Kynslóðir deyja, koma aðrar og fara.
Klettar og hraundrangar þöglir í húminu stara.
Hreggnasi og Búrfell, sem horfðu á umliðnar aldir,
ein þekkja söguna, þættirnir reynast mér faldir.
Heyrði ég í berginu hrynjandi talað málið
hljóma af afli, sem bræddi segul við stálið.
Enn standa fjöllin, sem fegra og gylla hvert svæði.
Fegurð, sem landnema heillaði á ólgandi græði.
Þess vegna sneru þeir fleiri að foldinni hörðu,
fengu sér bústað og könnuðu ónumda jörðu.
Enn liflr orðstír og afrekin liðinna tíma.
Enn eru hetjur, sem berjast þótt kolsvört sé gríma,
stríða við vegleysu og bárur, sem brotna á súðum,
brimlending stórgrýtta dragandi skipin á flúðum.
Já, enn standa fjöllin Jökullinn,
Hreggnasi og Búrfell sem horfðu
á umliðnar aldir og horfa enn.
Enn lifir orðstír, enn eru hetjur
sem berjast, þótt bárur brotni á
súðum.
Þórður var einn af þessum hetj-
um hann bjargaðist úr sjávarháska
fyrir ofurmannlegt þrek og var
bjargað fyrir ekki minni hetju-
skap, af sjómönnum sem óhikað
lögðu líf sitt í hættu, sigldu bát
sínum inn í brimgarðinn ef svo
ólíklega vildi til að Þórður væri
lífs.
Frásögn Þórðar um atburð
þennan, er Loftur Guðmundson
færði í letur, er í senn látlaus og
mögnuð. Þórður varð aldrei sam-
ur maður eftir þennan aburð en
hann haslaði sér völl á öðru sviði
og varð þjóðsagnapersóna í lif-
anda lífi.
Sjómenn eru í mínum huga
hetjur hafsins. Það er eins og sjó-
mennska setji mark sitt á persónu-
gerðina, ég tel það gæðastimpil
hafi menn stundað sjó. Þeir eru
hressir, tala hreint út, láta hlutina
heita sínum réttu nöfnum, fljótir
að bregðast við óvæntum uppá-
komum, ráðagóðir, kappsamir og
vogaðir.
Arið 1953 flutti fjölskylda mín
frá Búðum í Staðarsveit. Móðir
mín Hjördis Sigurðardóttir, fóst-
urfaðir minn, Sigurjón Einarsson
og fjögur börn. Hann hafði keypt
sér bát og taldi betra að gera út
héðan frá Hellissandi. Búslóðin
var flutt á vörubíl yfir Fróðár-
heiði, því ekki var kominn vegur
framan undir heldur þurfti að fara
undir Ennið og fyrir Forvaðann.
Hér átti ég mína bernsku. Hér
snerist lífið um bátana fiskirí, sjó-
mennsku, beitningar og flutning
fisksins í frystihúsið. Þá voru
menn með kýr og kindur. Fjár-
húskofar voru um allt þorpið og
kýr voru jafnvel hýstar í kjöllurum
húsa. Við krakkarnir vorum að
sniglast þetta niðri við beitninga-
skúra og við frystihúsið. Niðri í
2005
fjöru veiddum við ufsa á Varar-
kletti, Sílakletti og Ufsakletti og
þegar nógu vel var fallið út, á
Andakletti. Það mátti ganga að
okkur vísum þarna.
Fyrsta sjóferð mín var með
Skallarifinu. Þar var pabbi kokk-
ur. Allir skipverjar höfðust við
frammi í lúkar, eldavélin síkynnt,
var við hliðina á stiganum niður í
lúkarinn, vafflaga bekkur og tvær
hæðir af kojum upp af bekknum
og borð í miðju. Þetta var ólíkt
vistarverum nýju Engeyjarinnar,
nýjasta og stærsta skipi flotans.
Svo fór ég eitt sumar á síld sem
hjálparkokkur með Arnkeli SH
frá Rifi. Síðan eru liðin mörg ár.
Draumur um að eignast bát og
fara á skak hafði fylgt mér frá
bernskudögum. 1997 lét ég verða
af því og er þetta níunda sumarið
sem ég ræ frá Arnarstapa. Eg reri
ein fyrstu árin en nú erum við oft-
ast bæði hjónin.
Verður ekki hjá því komist að
tala um sóknardagakerfið. I því
kerfi var enginn hvati til sóunar,
með öðrum orðum að henda fiski.
Stjórnvöld linntu þó ekki látum,
fyrr en þeir náðu að afleggja það í
fyrravor. Nú berast fréttir vestan