Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 54

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Side 54
52 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 jóhanna jónasdóttir Minni sjómanna Flutt á sjómannahófi í Ólafsvík 2005 Kæru sjómenn, ágætu gestir, gleðilega hátíð. Mér er það mikill heiður að flytja minni sjómanna hér í kvöld í þessu notalega húsi og yfir þess- um glæsilega hópi fólks. Eins og kannski flestir hér inni vita er ég afkomandi snæfellskra sjómanna langt aftur í aldir. Þrátt fyrir það hef ég nú sjálf aldrei svo mikið sem pissað í saltan sjó eins og það er kallað á „penu“ sjó- mannamáli. Mér hefur einhverra hluta vegna aldrei verið boðið að fara í einn einasta róður. Sjálfsagt er það mömmu að þakka eða kenna, því hún lagði alltaf blátt bann við því að við stelpurnar kæmum nálægt bryggjunni. Þegar ég var barn var mikið um að fjölskyldur kíktu við hjá ætt- ingjum og vinum. Það þurfti ekk- ert að gera boð á undan sér eða vera eitthvað formlegur, það var rétt bankað og farið inn, síðan var setið við eldhúsborðið og spjallað. Um hvað, haldið þið? Jú, auðvit- að um veðrið, pólitík, sjómennsku og allt sem henni tengdist. Flestar mínar æskuminningar eru því tengdar sögum af fiskeríi, afla- bresti, veðri, fiskimiðum, bátum, skipstjórum og í seinni tíð kvóta og kvótaleysi. Maður áttaði sig líka á því sem barn að sjómennsk- an er áhættusöm atvinna, því pabbi lenti oftar en einu sinni í því að slasast á sjónum. Þegar ég var nemandi í Grunn- skólanum í Ólafsvík var mikill áhugi fyrir fiskeríi og við krakk- arnir sem tengdumst ákveðnum bátum og útgerðum, vorum oftar en ekki að metast á um hver fiskaði meira eða hver væri betri skipstjóri, þessi eða hinn. Það gerðist líka oft í miklum aflahrot- um, að nemendur í elstu bekkjum grunnskólans væru kallaðir í vinnu í Bakka, Hróa, Stakkholt eða frystihúsið og fengu þar af leiðandi frí úr skóla tímabundið. Sumarvinnan mín var lengi vel á Bakka en það var saltfiskverkun í eigu stórfjölskyldunnar. Þar fékk sjómannsdóttirin loksins að hand- fjatla fisk. Taka á móti honum í stíunni þar sem honum var sturt- að inn um lúgu, hausa, flaka, salta, stafla o.s.frv. Þarna vann maður með ættingjum sínum og vinum og kynntist þeim mun bet- ur en annars hefði verið og ég minnist þeirra með hlýhug alla ævi. Móðurafi minn var Guðmund- ur Jensson sem mig langar að segja ykkur aðeins frá. I mínum huga var hann einn af hetjum síns tíma, hann átti nokkra báta og var þátttakandi í rekstri fyrirtækja og var lengi farsæll skipstjóri. Afi þótti traustur í öllum viðskiptum og nutu tengdasynirnir atbeina hans þegar þeir hófu sinn útgerð- arferil. En það besta við afa var, að hann var yndislegur maður sem tók sjálfan sig aldrei mjög al- varlega og það eru til margar góð- ar sögur af honum. Hann lenti í því fyrr en hann klárlega vildi að missa töluvert af hárinu og ræddi það við ömmu hvort hann ætti ekki að fjárfesta í hárkollu. Amma var, og takið eftir er enn, á nítugasta og fimmta ald- ursári, mjög fastheldin á aurinn og vildi ekki sjá að karlinn sóaði f/Z/H/tsi/t/t ó's/icif* sjóniöfifiit/n ocjJjö/s/itj/c/ufn /tet/'/Ht ti//utftifftajtt /netf c/cicji/tn ! PRINSINN Ólafsbraut 19,Ólafsvík, s.436 1362 & 436 1339

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.