Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 55

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 55
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 peningum í kollu og sagði honum að ef hann keypti hana, þá sæi hann um hana sjálfur og úr því varð. Um afa og kolluna eru síð- an til margar sögur. Ein er sú að hann hafi komið í heimsókn til Stellu heitinnar hans Emma og tekið niður hattinn og fengið sér kaffisopa, en fundist Stella eitt- hvað skrítin allan tímann sem á heimsókninni stóð og því kvatt fljótlega. Þegar hann tekur hatt- inn sér hann hárkolluna fasta í honum, segir hann stundar hátt. „Nei hver djöfullinn, þetta hér“, þá sprakk víst Stella úr hlátri. Eins og gengur og gerist þá óhreinkaðist hárkollan og það þurfti að þrífa hana. Amma var nú þrjóskari en svo að hún tæki það í mál að sjá um það, þannig að afi tók sig til og þreif kolluna eins og hverja aðra ullarsokka og eftir það varð kollan eins og ég man eftir henni, lítil þúst á skall- anum á afa. Læt ég þetta nægja um afa. „Hver vegur að heiman er veg- urinn heim“ er sungið í þekktu ís- lensku dægurlagi. Því verður ekki á móti mælt, því vegurinn frá Ólafsvík liggur aldrei bara í aðra áttina, heldur fram og til baka. Að loknu grunnskólanámi fór ég suður í frekara nám sem var að engu leyti tengt sjómennsku. Ég hafði áttað mig á því í allri þessari umræðu karlanna við eldhúsborð- ið að krafta kvenmanns væri ekki vænst til sjós. En hvert sem leiðir okkar liggja um heiminn og hvað sem við tökum okkur fyrir hendur þá getum við alltaf leitað aftur til æskuslóðanna sem hafa markað okkar framtíð. Eftir þrettán ára fjarveru frá Ólafsvík, snérum við hingað heim affur fjölskyldan. Pabbi var þá orðinn sjálfstæður útgerðarmaður, litli bróðir skipstjóri, mamma verlsunareigandi og við hjónin bæði starfandi kennarar. Gunni minn ákvað að skella sér á sjó sem kokkur hjá tengdaföður sínum, því eins og segir í þekktum dæg- urlagatexta „góður afii gerir menn ríka“, en mér skilst nú að þessi texti hafi verið saminn fyrir síð- ustu kjarasamninga sjómanna. Þegar ég hugsa um fyrsta árið hans á sjónum þá kemur mér nú í hug annar þekktur texti sem hljómar nokkurn veginn svona „þegar Gunni fór sjóinn þá var sól ______________________________53_ um alla jörð og hún stóð á bryggjupollanum hún Jóa“ og síð- an einhverjum erindum seinna kemur „upp þú fjandans æludýrið öskrað var með háum róm“ og upp skreið einn ónefndur maður hálf druslulegur og hefur sjálfsagt ekki rótast neitt frá honum í þess- um túrnum. Ég held nú að hann sé orðin sæmilega sjóaður núna blessaður. Kæru hátíðargestir, við eigum að njóta þess að búa hér í okkar fagra umhverfi undir Jökli og við stóran fjörð sem varðveitir lífs- björg byggðarinnar. Samfélagið er fjölskylduvænt, mannlífið auðugt, sérhver manneskja er einstök, hef- ur mikið að gefa og hver einstak- lingur bætir annan upp. Njótum kvöldsins og skemmt- um okkur saman. (9's/utm s/ómönmmi i t f}iœ/e//s/>œ ({9i jf/ö/s'Ay/c/imi freiw'a ti/ /mmim/f ii meri i/íit/inn / TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.