Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 73
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
71
Betri í dag en í gær
Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastóri, Grundarfirði
Þetta erindi flutti Guðmundur
Smári í Háskólanum á Bifröst sl.
vetur.
Þorskur, loðna, gengistap, kvóti
og byggðaröskun. Þessi orð kunna
allir landsmenn. Umræðan er ein-
hæf og örugglega hrútleiðinleg
fyrir flesta. En ef ég nefni
konupungur, sæbjúgu, beitukóng-
ur, stórþari, marinkjarni, fjörugrös
og söl. Þá sperra einhverjir eyrun.
Á síðasta ári voru veidd tæp
1000 tonn af beitukóng í Breiða-
firði, af Sæbjúgum voru 205
tonn veitt í Breiðafirði og á
grunnslóð fyrir vestan. Á árinu
2004 var útflutningur af þang-
afurðum fyrir 95 millj kr. Islensk-
ur sjávarútvegur á fjölmörg ný
tækifæri í ónýttum auðlindum
hafsins. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem ég hef aflað, má skera
einhver hundruð þúsunda tonna
af þangi og þara við Vesturland.
Heimsaflinn af þangi og þara er
milli 8,5 -10 milljónir tonna, af
þeim afla er yfir 90% ráðstafað
beint til manneldis.
A síðasta ári var verðmæti land-
aðs flatfisks á 6. milljarð króna.
Verðmæti flatfisksins er meira en
loðnuaflans. Eg nefni flatfiskinn
sérstaklega þar sem hann er að
langmestu leyti veiddur við Suð-
ur- og Vesturland. Verðmæti flat-
fisksins er um 10% af verðmæti
sjávarafla landsmanna. Rannsókn-
ir á flatfiskinum eru í engu sam-
ræmi við þau verðmæti sem hann
skapar.
Sjálfstæð rannsóknarsetur
Ofangreind dæmi eru að mín-
um dómi til marks um að skortur
er á grunnrannsóknum í hafinu
við ísíand. Ef við ætlum að nýta
þær auðlindir sem við búum yfir á
réttan hátt þá eru öflugar haf- og
fiskirannsóknir nærri auðlindun-
um nauðsynlegar, þ.e. uppbygg-
ing á rannsóknar setrum við sjáv-
arsíðuna. Sjávarútvegurinn verður
að hafa þá afkomu að hann sjálfur
greiði að einhverju leyti fyrir nýjar
rannsóknir og uppbyggingu sjálf-
stæðra rannsóknarsetra.
íslenskur sjávarútvegur er þeirr-
ar náttúru gæddur að aðlögunar-
hæfni hans er nær takmarkalaus.
Nærtækasta dæmið er ótrúleg
breyting sem hefur orðið í veiðum
og vinnslu uppsjávarfisks. Otgerð
og fiskvinnsla á Vesturlandi hefur
ekki verið eins hröð til breytinga
og víða annarstaðar á landinu, er
þar fjarlægðinni frá helstu upp-
sjávarfisktegundunum um að
kenna.
Umhverfi sjávarútvegsins hefur
verið nokkuð stöðugt undanfarin
ár þ.e. ekki hefur verið hróflað við
grunnþáttum hans. Einnig virðist
vera, að ólund margra í hans garð
hafi minnkað og eða að þeir sem
hafa verið að hnýta í sjávarútveg-
inn hafi sig minna í frammi.
Góð eftirspurn eftir fiski
Gengisþróun íslensku krónunn-
ar er ekki þar með talin, en eins
og öllum er ljóst þá er styrking
hennar með ólíkindum. Hvernig
getur ein atvinnugrein staðið af
sér aðra eins tekjuskerðingu. Is-
lenskur sjávarútvegur hefur náð að
verjast þessari styrkingu krónunn-
ar á margvíslegan hátt. Þannig að
tekjur sjávarútvegsins í krónum
talið verður nær sú sama á árinu
2005 og hún var árið á undan.
Nokkrir þættir lögðust þar á eitt.
Öflugt markaðsstarf, nýir markað-
ir, breyting á vöruformi og erlend-
ar verðhækkanir svo nokkrir þætt-
ir séu upp taldir. Styrking krón-
unnar hefur einnig leitt til þess að
margvísleg aðföng útgerðarinnar
hafa lækkað í verði eða ekki hækk-
að eins mikið og útlit var fyrir s.s
olía.
Mikil og góð eftirspurn hefur
verið á öllum helstu fisktegundum
okkar og sala hefur haldist í sama
takti og framleiðsla, þannig að
ekki hefur verið birgðasöfnun og
staðan í dag er þannig að ekki er
hægt að anna eftirspurn í fjöl-
mörgum vöruflokkum.
Sjávarútvegsfyrirtækin hafa í
vaxandi mæli gert framvirka
samninga um gjaldeyrisviðskipti
og náð að tryggja sig nokkuð fyrir
þessari styrkingu krónunnar.
Ríkissjóður hagnast
um milljarða
íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
hafa meginþorra sinna tekna í er-
lendri mynt, og hafa þ.a.l. fjár-
magnað sig með erlendu fé. Lang
stærstu fjárfestingar sjávarútvegs-
ins síðasta áratug hafa verið í
kaupum á varanlegum veiðiheim-
ildum. Löggjafinn hefur komið
því svo fyrir að ekki er heimilt að
afskrifa þessa fjárfestingu. Undir
þeim kringumstæðum sem við
búum við í dag er ríkissjóður að
hagnast um milljarða króna. Meg-
inþorri sjávarútvegsfyrirtækjanna
gerir árið 2005 upp með veruleg-
um hagnaði. Hagnaði sem að
stærstum hluta kemur frá reikn-
uðum tekjum af lækkun skulda í
ísl. krónum. Dæmi hafa verið sett
upp að skattgreiðslur geti verið
hærri en framlegð fyrirtækjanna af
reglulegri starfsemi, sem gæti þýtt
að fyrirtæki þurfi að taka lán til
greiðslu tekjuskatts.