Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 73

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 73
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 71 Betri í dag en í gær Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastóri, Grundarfirði Þetta erindi flutti Guðmundur Smári í Háskólanum á Bifröst sl. vetur. Þorskur, loðna, gengistap, kvóti og byggðaröskun. Þessi orð kunna allir landsmenn. Umræðan er ein- hæf og örugglega hrútleiðinleg fyrir flesta. En ef ég nefni konupungur, sæbjúgu, beitukóng- ur, stórþari, marinkjarni, fjörugrös og söl. Þá sperra einhverjir eyrun. Á síðasta ári voru veidd tæp 1000 tonn af beitukóng í Breiða- firði, af Sæbjúgum voru 205 tonn veitt í Breiðafirði og á grunnslóð fyrir vestan. Á árinu 2004 var útflutningur af þang- afurðum fyrir 95 millj kr. Islensk- ur sjávarútvegur á fjölmörg ný tækifæri í ónýttum auðlindum hafsins. Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem ég hef aflað, má skera einhver hundruð þúsunda tonna af þangi og þara við Vesturland. Heimsaflinn af þangi og þara er milli 8,5 -10 milljónir tonna, af þeim afla er yfir 90% ráðstafað beint til manneldis. A síðasta ári var verðmæti land- aðs flatfisks á 6. milljarð króna. Verðmæti flatfisksins er meira en loðnuaflans. Eg nefni flatfiskinn sérstaklega þar sem hann er að langmestu leyti veiddur við Suð- ur- og Vesturland. Verðmæti flat- fisksins er um 10% af verðmæti sjávarafla landsmanna. Rannsókn- ir á flatfiskinum eru í engu sam- ræmi við þau verðmæti sem hann skapar. Sjálfstæð rannsóknarsetur Ofangreind dæmi eru að mín- um dómi til marks um að skortur er á grunnrannsóknum í hafinu við ísíand. Ef við ætlum að nýta þær auðlindir sem við búum yfir á réttan hátt þá eru öflugar haf- og fiskirannsóknir nærri auðlindun- um nauðsynlegar, þ.e. uppbygg- ing á rannsóknar setrum við sjáv- arsíðuna. Sjávarútvegurinn verður að hafa þá afkomu að hann sjálfur greiði að einhverju leyti fyrir nýjar rannsóknir og uppbyggingu sjálf- stæðra rannsóknarsetra. íslenskur sjávarútvegur er þeirr- ar náttúru gæddur að aðlögunar- hæfni hans er nær takmarkalaus. Nærtækasta dæmið er ótrúleg breyting sem hefur orðið í veiðum og vinnslu uppsjávarfisks. Otgerð og fiskvinnsla á Vesturlandi hefur ekki verið eins hröð til breytinga og víða annarstaðar á landinu, er þar fjarlægðinni frá helstu upp- sjávarfisktegundunum um að kenna. Umhverfi sjávarútvegsins hefur verið nokkuð stöðugt undanfarin ár þ.e. ekki hefur verið hróflað við grunnþáttum hans. Einnig virðist vera, að ólund margra í hans garð hafi minnkað og eða að þeir sem hafa verið að hnýta í sjávarútveg- inn hafi sig minna í frammi. Góð eftirspurn eftir fiski Gengisþróun íslensku krónunn- ar er ekki þar með talin, en eins og öllum er ljóst þá er styrking hennar með ólíkindum. Hvernig getur ein atvinnugrein staðið af sér aðra eins tekjuskerðingu. Is- lenskur sjávarútvegur hefur náð að verjast þessari styrkingu krónunn- ar á margvíslegan hátt. Þannig að tekjur sjávarútvegsins í krónum talið verður nær sú sama á árinu 2005 og hún var árið á undan. Nokkrir þættir lögðust þar á eitt. Öflugt markaðsstarf, nýir markað- ir, breyting á vöruformi og erlend- ar verðhækkanir svo nokkrir þætt- ir séu upp taldir. Styrking krón- unnar hefur einnig leitt til þess að margvísleg aðföng útgerðarinnar hafa lækkað í verði eða ekki hækk- að eins mikið og útlit var fyrir s.s olía. Mikil og góð eftirspurn hefur verið á öllum helstu fisktegundum okkar og sala hefur haldist í sama takti og framleiðsla, þannig að ekki hefur verið birgðasöfnun og staðan í dag er þannig að ekki er hægt að anna eftirspurn í fjöl- mörgum vöruflokkum. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa í vaxandi mæli gert framvirka samninga um gjaldeyrisviðskipti og náð að tryggja sig nokkuð fyrir þessari styrkingu krónunnar. Ríkissjóður hagnast um milljarða íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa meginþorra sinna tekna í er- lendri mynt, og hafa þ.a.l. fjár- magnað sig með erlendu fé. Lang stærstu fjárfestingar sjávarútvegs- ins síðasta áratug hafa verið í kaupum á varanlegum veiðiheim- ildum. Löggjafinn hefur komið því svo fyrir að ekki er heimilt að afskrifa þessa fjárfestingu. Undir þeim kringumstæðum sem við búum við í dag er ríkissjóður að hagnast um milljarða króna. Meg- inþorri sjávarútvegsfyrirtækjanna gerir árið 2005 upp með veruleg- um hagnaði. Hagnaði sem að stærstum hluta kemur frá reikn- uðum tekjum af lækkun skulda í ísl. krónum. Dæmi hafa verið sett upp að skattgreiðslur geti verið hærri en framlegð fyrirtækjanna af reglulegri starfsemi, sem gæti þýtt að fyrirtæki þurfi að taka lán til greiðslu tekjuskatts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.