Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 77
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
75
k
Kristinn jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ
Rannsóknarsetur
Þetta erindi var flutt þegar
Rannsólmarsetur um lífríki
Breiðafjarðar var stofnað í Ólafs-
vík föstudaginn 12 maí 2006
Samgönguráðherra, Sturla
Böðvarsson, sjávarútvegsráðherra
Einar Kristinn Guðfinnsson, al-
þingismenn og aðrir gestir. Eg vil
eins og Orvar bjóða ykkur hjart-
anlega velkomin í Snæfellsbæ.
Dagurinn í dag er mikill gleðidag-
ur fyrir alla íbúa við Breiðafjörð er
við erum saman komin til að
stofna formlega Rannsóknarsetur
um lífríki Breiðafjarðar. Megin-
markmiðið með stofnun rann-
sóknarseturs um lífríki Breiða-
fjarðar er að auka rannsóknir á líf-
ríki sjávar í víðasta skilningi, með
megináherslur á vistkerfið í
Breiðafirði, til þess að auka þekk-
ingu á vistkerfinu í þeim tilgangi
að auka nýtingu auðlindarinnar
og arðsemi.
Ennfremur teljum við það afar
milúlvægt að góð samvinna verði
á meðal þeirra fræðasetra sem
finnast á landinu, og má þar
nefna t.d. nýtt Háskólasetur Snæ-
fellsness í Stykkishólmi. Einnig
vonumst við eftir góðu samstarfi
við Hólaskóla um nýtingu á
tækjabúnaði og að sjálfsögðu
bindum við miklar vonir við mjög
gott samstarf við hagsmunaaðila á
svæðinu.
Fagleg ábyrgð
Skipulag rannsóknarsetursins
verður með þeim hætti að stofnuð
verður sjálfseignastofnun. Stjórn-
un setursins verður tvíþætt, ann-
ars vegar rekstrarstjórn sem ber
fjárhagslega ábyrgð á verkefninu
og hins vegar fagráð sem ber fag-
lega ábyrgð og tryggir setrinu fag-
legt sjálfstæði frá hagsmunaaðil-
um. I fagráði verða viðurkenndir
aðilar úr vísindasamfélaginu, til-
kynnt verður hér á eftir hverjir
sitja í fagráði og í rekstrarstjórn.
Með þessu fyrirkomulagi teljum
við að hægt sé að gæta þess að sú
vinna sem fram fer í rannsóknar-
setrinu fullnægi gæðakröfum vís-
indasamfélagins, þannig að trú-
verðugleiki starfseminnar verði
sem mestur.
Aætlanir gera ráð fyrir að fjár-
mögnun rekstursins fari þannig
fram að sótt verði um styrki til
rannsókna úr þeim sjóðum sem
bjóða slíka styrki, leitað verði eftir
fjármunum af fjárlögum, auk þess
sem heimamenn munu leggja til
báta og búnað til rannsókna.
Fjöldi starfsmanna fyrst um
sinn er áætlað að verði 5 en von-
andi vex þessari starfsemi fiskur
um hrygg, þannig að starfsemin
kalli á fjölgun starfsmanna í fram-
tíðinni.
Það er einlæg von okkar sem
stóðum að undirbúningi að
stofnun þessa rannsóknarseturs að
hún muni njóta virðingar og vekja
umræðu um framtíð og stöðu
sjávar í Breiðafirði og landinu
öllu.
Rannsóknaráætlun gerð
Forsögu málsins má rekja til
umræðna sem fóru fram um
ástand fiskistofna í Breiðafirði og
þær ólíku skoðanir sem menn
höfðu á því máli. Eftir að hafa
fylgst með þeirri umræðu þá fór
ég að ræða við nokkra aðila um
hvað við gætum gert í málunum.
Meðal annars ræddi ég við Einar
Odd Kristjánsson alþingismann
Um þesi mál og kom hann með þá
hugmynd að stofna á svæðinu
rannsóknarsetur til að rannsaka
lífríki Breiðafjarðar.
Mér leist strax vel á þá hug-
mynd og til að hjálpa mér við að
skoða þessa hugmynd, fékk ég At-
vinnuráðgjöf Vesturlands, þ.e.a.s.
Ólaf Sveinsson, til að aðstoða
mig. Búin var til hugmyndalýsing
fyrir verkefnið þar sem m.a. kom
fram markmið, fyrirkomulag,