Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 81

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 81
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Ásdís Ósk Guðbjörnsdóttir ^ Varðskipið Óðinn 79 í þessari frásögn ætla ég að segja frá ferð minni með varðskipinu Óðni sem hófst 30. maí og endaði 16. júní árið 2003. Við mættum 6 krakkar niður á höfn og þar tók á móti okkur Steinar Már Clausen varðstjóri Landhelgisgæslunnar. Því næst var okkur hent upp í leigubíl og keyrt upp í höfuðstöðvar Landhelgis- gæslunnar. Þar fengum við peysu og derhúfu merkt Landhelgisgæsl- unni. Svo fórum við í skoðunar- ferð um húsið. Því næst fórum við aftur uppí leigubílinn og fórum í flugskýli Gæslunnar. Þar fengum við að sjá þyrlurnar tvær en flug- vélin var ekki þarna. Svo fórum við aftur niður í skip til að koma okkur íyrir og skipta okkur niður í herbergi. Við vorum 2 stelpur og 4 strákar. Nú var komið að kveðjustund og þegar foreldrar okkar voru farin frá borði var lagt í’ann. Svo var tekið upp úr tösk- unum og við krakkarnir fórum að spjalla saman og kynnast hvort öðru. Síðan var farið að hitta „kallinn", eða skipherrann og fá vaktarplan. Fylgst með sjóræningjum Okkar fyrsti áfangastaður var Færeyjar en þangað var siglt og stoppað í einn dag til að taka olíu. A sjómannadaginn vorum við á Eskifirði og var farið með fólk í siglingu um fjörðinn. Um kvöldið fór öll áhöfnin á ball nema nem- arnir því við vorum náttúrulega ekki með aldur til að fara á ball. Á Eskifirði vorum við í 2 daga. Því næst var farið á Reykjaneshrygg til að fylgjast með sjóræningjum og vorum við þar restina af túrnum. Þegar við vorum að leggja af stað í land þá þurftum við að snúa við Varðskipið Óðinn til að hjálpa manni sem hafði slasast og var kallað á þyrlu. A meðan á því stóð var ég á vakt uppi í brú og fannst mér það ótrúleg upplifun að fá að fylgjast með því hvernig þeir fóru að þessu öllu saman. Skemmtileg lífsreynsla Ferðinni lauk 15. júní og stopp- uðum við fyrir utan Kjalarnes í ótrúlega góðu veðri og fengum við að stökkva í sjóinn og fara í smá siglingu á gúmmíbátnum. Síðan var siglt í rólegheitum inn í Reykjavíkurhöfn og þar biðu for- eldrar okkar eftir okkur á bryggj- unni. Þegar kom að kveðjustund hjá okkur krökkunum var það erfitt því að við vorum orðin það góðir vinir, þ.e. ég, Rakel og Hans. Við náðum svo vel saman og erum við góðir vinir í dag. Þetta er tækifæri sem ég vildi alls ekki hafa misst af. Þetta var skemmtileg lífsreynsla og vona ég að sem flestir 10. bekkingar nýti sér það tækifæri að fara á varðskip. Bæði það að kynnast krökkum og prófa eitthvað nýtt. Þetta er í stuttu máli ferðin mín með Landhelgisgæslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.