Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 81

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 81
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Ásdís Ósk Guðbjörnsdóttir ^ Varðskipið Óðinn 79 í þessari frásögn ætla ég að segja frá ferð minni með varðskipinu Óðni sem hófst 30. maí og endaði 16. júní árið 2003. Við mættum 6 krakkar niður á höfn og þar tók á móti okkur Steinar Már Clausen varðstjóri Landhelgisgæslunnar. Því næst var okkur hent upp í leigubíl og keyrt upp í höfuðstöðvar Landhelgis- gæslunnar. Þar fengum við peysu og derhúfu merkt Landhelgisgæsl- unni. Svo fórum við í skoðunar- ferð um húsið. Því næst fórum við aftur uppí leigubílinn og fórum í flugskýli Gæslunnar. Þar fengum við að sjá þyrlurnar tvær en flug- vélin var ekki þarna. Svo fórum við aftur niður í skip til að koma okkur íyrir og skipta okkur niður í herbergi. Við vorum 2 stelpur og 4 strákar. Nú var komið að kveðjustund og þegar foreldrar okkar voru farin frá borði var lagt í’ann. Svo var tekið upp úr tösk- unum og við krakkarnir fórum að spjalla saman og kynnast hvort öðru. Síðan var farið að hitta „kallinn", eða skipherrann og fá vaktarplan. Fylgst með sjóræningjum Okkar fyrsti áfangastaður var Færeyjar en þangað var siglt og stoppað í einn dag til að taka olíu. A sjómannadaginn vorum við á Eskifirði og var farið með fólk í siglingu um fjörðinn. Um kvöldið fór öll áhöfnin á ball nema nem- arnir því við vorum náttúrulega ekki með aldur til að fara á ball. Á Eskifirði vorum við í 2 daga. Því næst var farið á Reykjaneshrygg til að fylgjast með sjóræningjum og vorum við þar restina af túrnum. Þegar við vorum að leggja af stað í land þá þurftum við að snúa við Varðskipið Óðinn til að hjálpa manni sem hafði slasast og var kallað á þyrlu. A meðan á því stóð var ég á vakt uppi í brú og fannst mér það ótrúleg upplifun að fá að fylgjast með því hvernig þeir fóru að þessu öllu saman. Skemmtileg lífsreynsla Ferðinni lauk 15. júní og stopp- uðum við fyrir utan Kjalarnes í ótrúlega góðu veðri og fengum við að stökkva í sjóinn og fara í smá siglingu á gúmmíbátnum. Síðan var siglt í rólegheitum inn í Reykjavíkurhöfn og þar biðu for- eldrar okkar eftir okkur á bryggj- unni. Þegar kom að kveðjustund hjá okkur krökkunum var það erfitt því að við vorum orðin það góðir vinir, þ.e. ég, Rakel og Hans. Við náðum svo vel saman og erum við góðir vinir í dag. Þetta er tækifæri sem ég vildi alls ekki hafa misst af. Þetta var skemmtileg lífsreynsla og vona ég að sem flestir 10. bekkingar nýti sér það tækifæri að fara á varðskip. Bæði það að kynnast krökkum og prófa eitthvað nýtt. Þetta er í stuttu máli ferðin mín með Landhelgisgæslunni.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.