Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 5

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 5
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 3 Hugvekja Gleðilega hátíð, Snæfellingar, til hamingju með daginn, sjómanna- daginn. Eg árna öllum sjómönn- um og aðstandendum heilla, og bið þeim öllum blessunar. Sjó- mannadagur er hátíð en líka minningardagur, þar sem þeirra er minnst sem sjórinn tók. Það er áminning til okkar allra um hve dýru verði velsæld okkar er gold- in. I hverju sjávarplássi um land allt verða í dag lagðir blómsveigir að minnisvörðum um um þá sjó- menn sem týndu lífi á sjó. Virð- ingin fyrir minningu þeirra og umhugsunin um þá fórn sem þeir færðu, og bænin fyrir ástvinum þeirra og afkomendum, má aldrei gleymast meðan íslenskur hugur vakir og hjarta slær. Margar sjóferðasögur eru sagðar, hetjusögur af fangbrögðum við ofurefli Ægis. Óskráð er mörg hetjusagan um hugrekki og hetju- lund þeirra sem heima sátu og biðu og báðu milli ótta og vonar. Og mörg er sagan og trúarvitnis- hurðurinn um sigur þolgæðis, trú- ar, vonar og kærleika andspænis áfallinu stóra og harminum sára. Þær eru ótalmargar bænheyrslu- sögurnar, kraftaverkasögurnar, sem varðveitast í huga og minning þjóðarinnar. Þær eru hluti arf- leifðar okkar sem varðar ekki að- eins gengin spor í þessu landi, heldur markar veginn til heilla og hamingju. Auðvelt er að afgreiða þetta sem hindurvitni og kellínga- Hallgrímskirkja í Reykjavík bækur. Affararsælla er þó að hlusta eftir því sem þessar sögur eru að segja, hlusta og taka til sín, vegna þess að þetta eru reynslusögur úr heiminum okkar, heiminum mín- um og þínum. Reynslusögurnar af samleið með Guði og glímunni við hann, sem gefa okkur innsýn inn í líf og hjartaþel þar sem bæn- in á sér rúm og róm. Þær eru vitn- isburður um Guð sem er okkur hjá hverja stund, þótt heljarbylgj- an rísi og hremmi. Eftir svaðilför sem lauk giftu- samlega sagði einn af hetjum hafs- ins á öldinni sem leið: „Ég sá það oftar en þá að bænir móður minnar fylgdu mér....“ Og einnig sagði hann: „Ég er drengur sem veit að faðirinn stendur við stýr- ið.“ Þetta megum við líka vita og reiða okkur á þessa sömu návist móðurbæna og föðurforsjónar. Mættum við öll eiga fyrirbæn sem fylgir okkur, og umfram allt vera þeir feður og mæður, dætur, synir og samferðarfólk á lífsferðinni, sem ber á bænarörmum, og veit sig umvafið bænum sem fylgja og sem blessa og eilífri forsjón þess föður sem aldrei bregst, þess mátt- ar sem „bylgjur getur bundið og bugað stormaher, sem fótstig get- ur fundið sem fær sé handa þér.“ Guð geymi þig. Karl Sigurbjörnsson EFNISYFIRLIT 3 Hugvekja Hr. Karl Sigurbjörnsson 5 Frjáls eins og fuglinn Pétur S. Jóhannsson 15 Minni sjómanna Eydís Bergmann Eyþórsdóttir 17 Þráinn Sigtryggsson, minning Pétur S. Jóhannsson 18 Sjómannadagurinn í Stykkishólmi 1943 Einar Karlsson 20 Saga Hraðfrystihúss Ólafsvíkur h.f. Guðmundur Björnsson 29 Að skipstjórnarnámi loknu Gísli Bjarnason 31 Sjómannadagurinn í Ólafsvík 2007 Pétur S. Jóhannsson 32 Ofviðrið á Flæmska hattinum 1996 Pétur S. Jóhannsson 33 Runólfur Guðmundsson sextugur Pétur S. Jóhannsson 34 Framtíðin er björt Magnús Magnússon 38 Ræða á sjómannadegi á Hellissandi 2007 Erla Kristinsdóttir 40 Myndir frá sjómannadegi á Hellissandi og Rifi 2007 41 Myndir frá sjómannadegi í Ólafsvík 2007 42 Ræða á sjómannadegi t Ólafsvík 2007 Tryggvi Leifur Óttarsson 44 Sjómannadagurinn í Stykkishólmi 2007 Viðar Björnsson 45 Sjómannaskólinn í Ólafsvík 1971 - 1972 Gunnar Gunnarsson 47 Lífið er saltfiskur Pétur S. Jóhannsson 48 Rækjuróður á Hamri SH 224 49 Sjómannadagurinn á Hellissandi og Rifi 2007 Sveinbjörn Benediktsson 50 Viðtal við Jóhann Long Ingibergsson Pétur S. Jóhannsson 59 Ur Myndasafni Sigurðar Agústssonar 60 Málshættir Marta S. Pétursdóttir 61 Bátur ljóð eftir Örnu Sif Dervic 62 Frá sjómannadegi í Grundarfirði 2007 63 Ævintýri á Tálknfirðingi BA 325 Jóhannes Ragnarsson 69 Trollárin í Ólafsvík Guðlaugur Wiium 74 Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir 40 ára Hulda Skúladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.