Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 32

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 32
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 _30____________________________ laga sem maður kynnist og koma þeir víðs vegar að af landinu, með eins ólíka reynslu af sjómennsku og þeir eru margir. Góðir kennar- ar eru einnig ofarlega í huga manns og eru þeir ýmist fyrrver- andi skipherrar, skipstjórar eða bara áhugamenn um íslenska sjó- mennsku en þeir kennarar eru þá helst að kenna stærðfræði og tungumálin öll sem við þurfum að kunna. Kennslan í skólanum tekur á mörgun þáttum lífsins og auðvitað er mikið talað um ábyrgð því mikil ábyrgð fylgir því að vera skipstjóri , allt frá því að vera á litlum dagróðrarbát upp í að vera með hin heimsins stærstu skip t.d. stór farþegaskip sem flytja þúsundir manna. Ýmis vandamál koma upp Við skipstjórnarmenn þurfum að geta tekið á ýmiskonar vanda- málum sem geta skotið upp koll- inum úti á hafi. Menn gætu þurft einhvern til að tala við um sín stærstu vandamál , en sjómenn hafa oft mikinn tíma til að hugsa um lífið í landi og sumir hverjir velja sjómennskuna til að komast í burtu frá vandamálum sem þar eru og er þá gott að hafa skip- stjóra sem kemur með góð ráð. Ef skipverji slasast um borð þá er skipstjóri búinn að fá þá fræðslu sem hann þarf á að halda til að geta unnið eftir fyrirmælum lækn- is í gegnum síma. Við fáum einnig fræðslu um stjórnum mannskaps senr er hjá okkur um borð og held ég að sú fræðsla hafi setið á hakanum einhver ár í gamla daga því einhvað er um að skipstjórar séu hálfir útum brúar- gluggann, háöskrandi á mann- skapinn. Mikill heiður Síðastliðið haust tóku Eimskip og Fjöltækniskóli Islands (sem er sameinað nafn Stýrimannaskólans og Vélskólans) upp samstarf og mun Eimskip styrkja skólann til tækjakaupa. Einnig mun Eimskip veita þeim sem þeir kalla úr- valsnemendur, styrk að vissri upp- hæð og mun þessum nemendum bjóðast starf hjá félaginu að námi loknu. I ár hlutu tveir af skip- stjórnarbraut þennann styrk og var ég annar þeirra og er það mér mikill heiður að hafa fengið hann því margir sem með mér eru í skólanum eiga rétt á svona viður- kenningu. Skipstjóri á skemmtiferðaskipi Eins og fram hefur komið er út- skriftin mín nú í vor, nánar tiltek- ið 23. maí og eru margir farnir að spyrja hvað tekur svo við hjá ný- útskrifuðum skipstjórnarmannin- um. Fátt hefur verið um svör við þessarri spurningu enn sem kom- ið er, en ég er ekkert hræddur um atvinnuleysi að minni hálfu. Er stefnan sett á skipstjórnarstólinn í stórri brú skemmtiferðaskips á siglingu um öll heimsins höf, sem vonandi rætist í framtíðinni. Að lokum vil ég þakka fyrir að fá að koma að þessu frábæra blaði með þessu móti. Einnig vil ég þakka foreldrum mínum og mínum nánustu fyrir hvatningu og kær- kominn stuðning í gegnum tíð- ina. Með þökk fyrir lesturinn. Stefnan hjá Gísla er sett á stórt skemmtiferðaskip og vonandi rætist sú von. Sagafjord er 23 þúsund lesta skip. Fiskidjon Bylgjo hf

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.