Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 12

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 12
10 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Áhöfnin á skuttogaranum Lárusi Sveinssyni. Kristjón Guðmundsson, Ólafiir Högnason, Gunnar Gunnarsson, Guðni Sigurðsson og Gunnþór Ingvason með bikar í reiptogi á sjómannadag árið 1984 við hættum að draga. Það var allt reynt til að komast heim með fiskinn. Eg man líka eftir einum róðri á Stapafellinu, en þá lagði ég fjórar trossur á hól sem er 7 sml frá Nesinu og þá er Lóranstöngin fremst í Ennið. Þegar við drögum daginn eftir þá fáum við 50 tonn í þær. A leiðinni í land segir Halli heitinn Pé við mig að nú verðum við að fara snemma út daginn eft- ir. Ég vissi að það yrði ekki neinn fiskur daginn eftir þar sem hann var allur kominn upp í sjó og það kom líka í ljós. Mig dreymdi líka fyrir þessum róðri og draumurinn var þannig að ég sigli upp á Fróð- árskerið og báturinn sekkur að aftan. Mig dreymdi líka fyrir fyrstu vertíðinni minni en í hon- um voru tveir bátar sokknir í höfninni í Ólafsvík og Stapafell nær sokkið nema stýrishúsið var upp úr. Ég hitti stuttu seinna Hauk Sigtryggs og hann ræður drauminn þannig að ég verði ekki aflahæstur þar sem eitthvað muni bila hjá mér og það sannast því vélin bilar í Stapafellinu og ég missi af titlinum. Þetta fer þannig að Jónas skipstjóri á Bjargþóri verður aflahæstur en hann kom síðastur upp úr sjónum og þá leigubátur, sem hét Stígandi og Tryggvi Jónsson var skipstjóri á, en hann kom upp á eftir Bjarg- þóri og svo við. Svona var þetta nú kallinn minn,“ segir Guð- mundur er hann rifjar upp eftir- minnileg atvik frá þessum tíma. Siglingar A þessaum bát stunduðu þeir félagar bæði troll og netaveiðar. Fiskitrollið var mikið stundað af bátum frá Ólafsvík á þessum árum yflr sumarið. Leyft var að fara með trollið inn stóran hluta Breiðafjarðar og einnig var farið nálægt landi. Mikill afli fékkst í trollið af þessum sökum og var mikið um að vera í Ólafsvík þegar trollið byrjaði á vorin. Mikið var um rifrildi hjá bátunum en trolll- in voru mikið smíðuð hjá Reykdal í Reykjavík og líka var komið gott netaverkstæði í Ólafsvík á þessum árum en það rak Sigurður Sig- urðsson netagerðarmaður. Guð- mundur á Lárusi Sveinssyni var góður fiskimaður með þetta veið- arfæri og margar sögur af því. Hann notaði mikið eitt fótreipi- stroll frá Vestmannaeyjum og fékkst mikill afli í það og einu sinni svo mikið, að fara varð í land og fá menn úr landi til að kútta kolann í eitt skiptið en oft var góð kolaveiði. Mikið var um að bátar seldu afla sinn í Bretlandi á þessum árum og margar ferðir voru farnar á Lárusi til Grimsby og Húll með fisk til sölu. „Við sigldum oft á Lárusi Sveinssyni sem við áttum fyrst og lentum þá í misjöfnum veðrum. Ég man eftir einu albrjáluðu veðri á leið yfir Færeyjabankann. Það var 150 lesta bátur frá Patreksfirði á undan okkur en það náðist aldrei í hann alla leiðina. Veðrið var þannig að ég hélt að næsta bára tæki stýrishúsið, en það var svo skrítið að hún náði sér ekki upp við lunninguna hjá okkur. Það var alltaf búið vel um allt eins og lúguna en þar var segl og síðan nautshúð yfir. Sjálfstýringin var orðin biluð og ekkert annað en að stýra með rattinu og þá var gott að hafa hrausta menn eins og Steina heitinn Randvers og Guð- mund Sveinsson vélstjóra. Við vorum í sambandi við Manga heitinn Grímsson á Sæborginni, en hann lá í vari við Akrabergið í Færeyjum. Eftir að lægði þá var Gummi vélstjóri ekki lengi að gera við en hann var snillingur í öllu sem hann gerði, en oklcar samvera varði í fimmtán ár og aldrei styggðaryrði oklcar í millum.“ Fyrsti skuttogarinn í Ólafsvík, Lárus Sveinsson SH 126.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.