Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Síða 7
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
5
Frjáls eins og fuglinn
Viðtal við Guðmund Kristjónsson skipstjóra
Guðmundur Kristjónsson
skipstjóri er fæddur í Bug í
Fróðársveit og er fjórði í röð 10
barna þeirra hjóna, Jóhönnu
Oktavíu Kristjánsdóttur og
Kristjóns Jónssonar. Bræðurn-
ir voru sex og systurnar fjórar
og elstur er Sigurður skipstjóri.
Guðmundur ólst upp á heimili
foreldra sinna en nokkur miss-
eri er hann í sveit í Breiðavík-
urhreppi á bænum Syðri-
Tungu hjá þeim hjónum Einari
Magnússyni og Guðrúnu konu
hans. Börn fóru mikið í sveit á
þessum árum og m.a. var
Björn, bróðir Guðmundar, á
bænum Hamraendum í
Breiðuvík. Þrátt fyrir að hafa
stundað sjó af hörku alla sína
sjómennskutíð hefur Guð-
mundur sloppið nær áfallalaust
þó í eitt skipti hafi ekki mátt
miklu muna. Guðmundur er
fæddur 11. ágúst árið 1933 og
er því 75 ára á þessu ári. Guð-
mundur hefur frá mörgu að
segja og við skulum byrja á
æskunni.
„Ég var víst svo andskoti óþekk-
ur að það var erfitt að hafa mig
heima,“ segir Guðmundur er við
byrjum að ræða uppvaxtarárin
hans en margt var í heimili og
húsakynnin ekki stór fyrir svo
marga og einnig bjó móðuramma
þeirra systkina hjá þeim. ,,Ég
gerði margar tilraunir til að
strjúka frá Syðri-Tungu og ég man
eftir að þegar ég var níu ára var ég
kominn upp á Fróðárheiði er ég
náðist, en mig langaði svo heim.
Það voru engir krakkar á bænum
til að leika við og mér leiddist því
vistin. Skólagangan var nú ekki
mikil, en hluta úr vetri þegar ég
var 11 ára var ég á bænum Gröf
en þar var kennt í þrár vikur og
svo var líka kennt á Arnarstapa í
þrjár vikur en þá dvaldi ég hjá
Jónasi Péturssyni og Lydíu Kristó-
fersdóttur en þetta var farskóli.
Svo um vorið þegar átti að taka
prófið þá mætti prófdómarinn
ekki,“ segir Guðmundur og hlær.
„Þegar ég kem svo í Bug aftur þá
fæ ég kennslu í Fögruhlíð á heim-
ili Sigurðar Brandssonar og kenn-
arinn var sómakonan hún Sigríð-
ur Stefánsdóttir, systir Alexanders
og þeirra systkina og kennt var í
Mávahlíð. Það má segja að það
hafi verið aðalkennslan sem ég
fékk, en ég var þá þrettán ára
gamall.“ Honum er vel í minni
þegar þau systkinin og fleiri börn
á Bugsbæjunum léku sér á Vaðlin-
um. Þá rann Fróðáin framhjá
bænum og út í sjó við Rauðaberg-
ið og hafði alltaf gert, en svo á
skammri stundu breyttist farveg-
urinn í það sem hann er núna.
Það voru búnir til kæjakar og aðr-
ar fleytur til að leika sér á og svo
var veitt í Vaðlinum. Þá var líka
farið fram á Víkina með færi og
fiskur veiddur í soðið.
Guðmundur er fermdur í Olafs-
vík af sr. Magnúsi Guðmundssyni
ásamt fleiri jafnöldrum sínum
sem voru m.a.: Guðmundur Al-
fonsson, Hermann Sigurðsson,
Aðalheiður Edilonsdóttir og Sig-
ríður Eggertsdóttir. Þegar Guð-
mundur er fjórtán ára flytur Jó-
hanna móðir hans, mikil dugnað-
arkona, með fjölskylduna til
Guðmundur ásamt Kristfríði með barnaliópinn sinn. Frá vinstri Ingólfur Arnar, Guðrún Kolbrún, Guðmundur, Kristjón Víglundur og Stefán Ingvar í
fangi móður sinnar.