Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 7

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 7
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 5 Frjáls eins og fuglinn Viðtal við Guðmund Kristjónsson skipstjóra Guðmundur Kristjónsson skipstjóri er fæddur í Bug í Fróðársveit og er fjórði í röð 10 barna þeirra hjóna, Jóhönnu Oktavíu Kristjánsdóttur og Kristjóns Jónssonar. Bræðurn- ir voru sex og systurnar fjórar og elstur er Sigurður skipstjóri. Guðmundur ólst upp á heimili foreldra sinna en nokkur miss- eri er hann í sveit í Breiðavík- urhreppi á bænum Syðri- Tungu hjá þeim hjónum Einari Magnússyni og Guðrúnu konu hans. Börn fóru mikið í sveit á þessum árum og m.a. var Björn, bróðir Guðmundar, á bænum Hamraendum í Breiðuvík. Þrátt fyrir að hafa stundað sjó af hörku alla sína sjómennskutíð hefur Guð- mundur sloppið nær áfallalaust þó í eitt skipti hafi ekki mátt miklu muna. Guðmundur er fæddur 11. ágúst árið 1933 og er því 75 ára á þessu ári. Guð- mundur hefur frá mörgu að segja og við skulum byrja á æskunni. „Ég var víst svo andskoti óþekk- ur að það var erfitt að hafa mig heima,“ segir Guðmundur er við byrjum að ræða uppvaxtarárin hans en margt var í heimili og húsakynnin ekki stór fyrir svo marga og einnig bjó móðuramma þeirra systkina hjá þeim. ,,Ég gerði margar tilraunir til að strjúka frá Syðri-Tungu og ég man eftir að þegar ég var níu ára var ég kominn upp á Fróðárheiði er ég náðist, en mig langaði svo heim. Það voru engir krakkar á bænum til að leika við og mér leiddist því vistin. Skólagangan var nú ekki mikil, en hluta úr vetri þegar ég var 11 ára var ég á bænum Gröf en þar var kennt í þrár vikur og svo var líka kennt á Arnarstapa í þrjár vikur en þá dvaldi ég hjá Jónasi Péturssyni og Lydíu Kristó- fersdóttur en þetta var farskóli. Svo um vorið þegar átti að taka prófið þá mætti prófdómarinn ekki,“ segir Guðmundur og hlær. „Þegar ég kem svo í Bug aftur þá fæ ég kennslu í Fögruhlíð á heim- ili Sigurðar Brandssonar og kenn- arinn var sómakonan hún Sigríð- ur Stefánsdóttir, systir Alexanders og þeirra systkina og kennt var í Mávahlíð. Það má segja að það hafi verið aðalkennslan sem ég fékk, en ég var þá þrettán ára gamall.“ Honum er vel í minni þegar þau systkinin og fleiri börn á Bugsbæjunum léku sér á Vaðlin- um. Þá rann Fróðáin framhjá bænum og út í sjó við Rauðaberg- ið og hafði alltaf gert, en svo á skammri stundu breyttist farveg- urinn í það sem hann er núna. Það voru búnir til kæjakar og aðr- ar fleytur til að leika sér á og svo var veitt í Vaðlinum. Þá var líka farið fram á Víkina með færi og fiskur veiddur í soðið. Guðmundur er fermdur í Olafs- vík af sr. Magnúsi Guðmundssyni ásamt fleiri jafnöldrum sínum sem voru m.a.: Guðmundur Al- fonsson, Hermann Sigurðsson, Aðalheiður Edilonsdóttir og Sig- ríður Eggertsdóttir. Þegar Guð- mundur er fjórtán ára flytur Jó- hanna móðir hans, mikil dugnað- arkona, með fjölskylduna til Guðmundur ásamt Kristfríði með barnaliópinn sinn. Frá vinstri Ingólfur Arnar, Guðrún Kolbrún, Guðmundur, Kristjón Víglundur og Stefán Ingvar í fangi móður sinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.