Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 81

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 81
79 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Sjómannadagskaffi hefur frá fyrstu tíð verið ein aðal fjáröflun deildarinnar. Fyrsta kaffisamsætið var í Röst 1966, rjómatertusneið, kaffi, súkkulaði og mjólk. Rjómatertan hélt velli í 20 ár, 1986 er samþykkt að biðja allar félagskonur að baka á sjómanna- daginn, 1992 er kaffið í skólanum vegna hátíðarkvöldverðar sjó- manna, það gafst ekki vel og kaff- ið var fært aftur í Röst. 2002 gáfu fyrirtæki tertur í fyrsta sinn, samþykkt að láta sauma svuntur sama ár. 2004 er samþykkt að deildin bjóði heiðruðum sjó- mönnum og mökum þeirra í kaff- ið. Árið 2007 er heiðrun slysa- varnakvenna færð á sjómannadag, heiðursfélagar geta þær konur orðið sem búa hér, eru orðnar 70 ára og hafa starfað í deildinni í 25 ár eða lengur. Það er mikilvægt að rekja sögu deildarinnar til að ítreka mikil- vægi félagsskaparins. Deildin hef- ur stundum verið kölluð „kökufé- lag“ af þeim sem ekki vita betur en það er eins og sjá má af fram- anrituðu ekki rétt, Slvd. Helga Bárðardóttir er slysavarna-, líknar- og uppbyggingardeild. Verkefnin breytast í tímans rás en mikilvægi deildarinnar á liðandi stund breyt- ist ekki. Konurnar eru alltaf á bakvakt og fylgjast allar vel með nánasta umhverfi sínu, hvað varð- létt verk. Við hvetjum konur til ar slysahættu og slysavarnir. Við að ganga í deildina. erum boðnar og búnar ef leitað er til okkar, margar hendur vinna Hulda Skúladóttir 1 1. b. 1986 á umferðarnámskeiði með Sigurlaugu, Ester og Guðlaugi Wiium lögregluþjóni. Undirbúningur Kúttmagakvölds. Þorbjörg, Lauga, Ester, ?, Eysteinn, Heiða, Skúli, Jensína, Siggi Kriss, ?, Kiddi og Asi.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.