Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 56
54
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
var raðað upp eftir bæði stærð og
ganghraða. Svo var siglt í alls kon-
ar krókaleiðum og herskip fyrir
utan lestina sem passaði hópinn.
Eg sá skip sprengt í loft upp á
þessum ferðum af tundurduflum
sem Þjóðverjar komu fyrir á leið-
um skipalestanna og eins voru
kafbátarnir hættulegir. Þeir voru
þá komnir með segulmögnuð
dufl.
í innmúruðum klefa
Það er nú alltaf eins með okkur
Islendingana, við höfðum ekki
þolinmæði til að sigla þessar
krókaleiðir og stungum okkur
stundum út úr en við vorum
reknir inn aftur. Bretinn fann upp
ráð við þessum segulmögnuðu
duflum Þýskaranna. Þegar við
komum í gegnum Pentilinn fór-
um við til Aberdeen og inn á
höfnina á tveggja mánaða fresti og
þá var dreginn vír í kringum skip-
ið og það afsegulmagnað. Það
gerði að verkum að duflin komu
ekki á okkur, en áður verkaði það
eins og segulstál og drógst að skip-
unum. Ég man að einu sinni þeg-
ar við sigldum, en þá vorum við
einskipa, að upp að okkur kemur
þýskur kafbátur. Það hrukku
margir í kút á togaranum en ekk-
ert skeði . Þeir skutu svo sem ekki
á öll skip því sagt var að skotin
væru svo asskoti dýr að þeir tímdu
ekki að skjóta á svona fiskiskip.
Það kom í ljós að erindi þeirra var
að fá hjá okkur fisk í soðið og við
fórum í lestina og sóttum soðn-
inguna. Það voru tvær fullar körf-
ur af fiski sem þeir sóttu á léttbát
og svo fóru þeir í burtu en við
vorum hræddir um að þeir
myndu síðan skjóta á okkur en
það gerðist ekki. Við fengum stór-
ar byssur um borð til að skjóta á
tundurdufl ef við sáum þau en
ekki til að verjast, því þær dugðu
lítið til þess. Á togurunum sem
sigldu voru útbúnir múraðir klef-
ar við stýrishúsið en það var til að
við gætum hlaupið inn ef flugvél-
Notalegt 3ja stjörnu hótel. Stutt í margvíslega afþreyingu m.a. Þjóðgarðinn Snœfellsjökul, gönguleiðir, söfn, golf, og margt fleira
A cosy 3- star-hotel. Short distance to Snœfellsjökull National Park with many walking trails. Museum, golf and swimmingpool in the area.
Upplýsingar og Pókanir í síma: 430 8600 For booking and information call: +354 430 8600
E-mail: hotelhellissandur@hotelhellissandur.is www.hotelhellissandur.is
OPIÐ
ALLT
ARIÐ
OPEN
ALL
YEAR