Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 38

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 38
36 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Þorsteinn og Bárður um borð í bát sínum á línuveiðum. Þorsteinn, ég sé þú iðar að fá bceta viðþetta eða hvaðí Já, það má segja að hver nýr bátur hafi gert miklu meira en væntingar stóðu til, borgað sig upp og vel það. Hins vegar vil ég líka nefna að við sameininguna hjá okkur 1998 þá setturn við stefnuna á að fara gera út ailt árið. Þau stakkaskipti urðu síðan hjá okkur í rekstrinum árið 2001 þeg- ar við hættum að gera eingöngu út héðan frá Snæfellsbæ og fórum að gera út frá Skagaströnd hluta ársins. Hér við Breiðafjörðinn eru bestu aflabrögðin yfir vetrarvertíð- ina og fram á vorið og stutt er þá á miðin, út á fjörðinn, út fyrir nes eða suður fyrir nes. A sumrin og haustin er það hins vegar lakara. Þá er hins vegar gott að færa sig norður og gera út frá Skagaströnd þótt vissulega sé nokkuð lengra á miðin þar heldur en hér heima, 30-50 mílur telst vera eðlilegt stím á miðin þar á meðan það er kannski 10-15 mílur hér. Bárður, hverju hefiir það breyttfyr- ir fyrirtækio og rekstur þess að róa frá Skagaströnd hluta ársinsi Það hefur gert það að verkum að nú er fyrirtækið í fullum rekstri allt árið. Það er innkoma allt árið. Áður vorum við með litla inn- komu á sumrin og haustin en þurftum auðvitað að standa skil á okkar gjöldum og þá komum við í mínus inn í vetrarvertíðina. Núna komum við þokkalega nestaðir inn í vertíðina því sumar- og haustútgerðin frá Skagaströnd dugar fyrir útgjöldum og rúmlega það. Þessi útgerð fyrir norðan hef- ur því gjörbreytt rekstrinum auk þess sem við erum mjög ánægðir með þjónustuna og viðmótið sem við fáum þar. Þorsteinn, hvað með starfsmanna- mál og starfsmannafjölda, er það kannski eingöngu fjölskyldan sem kemur aðfyrirteekinu? Nei, ekki eingöngu. Hins vegar hefur fjölskyldan verið mjög sam- heldin og unnið að uppbyggingu fyrirtækisins saman. Konan mín hefur verið í bókhaldinu, svo hafa mamma, Jóhanna systir og Vignir bróðir öll starfað hjá íyrirtækinu og einnig Þröstur Þorláksson bróðir pabba og svo mágur minn Aron Leví Kristjánsson. I dag er starfsmannafjöldinn hjá olckur 16 manns þar af 5 á sjó en 11 í landi við beitningu og skrifstofustörf o.fl. Við höfum verið heppin með starfsfólk, það hefur t.d. verið mikið til sama fólkið hjá okkur ár eftir ár í beitningunni, þannig að það er lítil starfsmannavelta, sem er mjög dýrmætt að mínu mati. Bárður, er kvótastaða útgerðarinn- ar þokkaleg? Við kvörtum allavega ekki. Staðreyndin er hins vegar sú að við byggjum aðallega á ýsukvóta og ýsuveiðum. Sagan á bak við það er sú að við einblíndum á ýsuveiðar fyrstu ár okkar útgerðar. Þá var ýsan utan kvóta. Síðan þeg- ar ýsan var kvótasett þá fengum við ríflegan ýsukvóta vegna milcill- ar aflareynslu af ýsu. Þorsteinn, er lítill tími fyrir fjöl- skylduna, er sjaldan tekið frí? Þegar við gerum út frá Skaga- strönd þá kallar það auðvitað á fjarverustundir frá fjölskyldunni í nokkrar vikur eða mánuði. Hins vegar þegar gert er út hérna heima kemur maður alltaf heim á kvöld- in. Regluleg frí eða sumarfrí voru ekki tekin mikið íyrstu árin eftir við ýttum útgerðinni úr vör en aftur á móti höfum við farið að gera það eftir að staðan varð traustari. Þá höfum tekið sumarfrí á vorin og farið eitthvað út fyrir landsteinanna. Það er mjög mikil- vægt fyrir fjölskylduna að fara í frí öðruhvoru saman. Bárður, mér sýnist að staðan sé nokkuð góð. Ertu bjartsýnn áfram- haldið? Það hefur gengið vel hjá okkur að byggja upp fyrirtækið á síðustu tíu árum og við horfum bjartsýnir til næstu ára. Þorsteinn, eitthvað að lokum? Eg vil bara taka undir það að framtíðin er björt. Kaffið hefur verið teigað í botn í Miðbrekkunni þetta kvöld. Feðg- unum er þakkað kaffið, spjallið og kaffispjallið. Þegar gengið er út í kvöldið er ljóst að það hefur breyst í nótt, myrkið hefur lagst yfir land og haf, en það er allt í lagi því framtíðin er björt. M&M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.