Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 13
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
11
Pétur Sigurðsson RE
Alltaf með góða áhöfn
„Arið 1973 seljum við Lárus til
Stokkseyrar og kaupum Guð-
björgina IS að vestan og þá er
Víglundur hættur í félaginu. Eg
vildi fá stærra skip og vera meira á
nótaveiðum, en Guðbjörgin var
256 brl. Það byrjaði ekki vel því á
leiðinni austur á loðnuna hrundi
vélin fyrir utan Grindavík. Það
var reynt að klastra upp á hana en
svo er farið til Hollands og sett í
skipið 1000 ha vél af gerðinni
Brons og skipið var svo lengt. Við
seljum svo þetta skip til Vest-
mannaeyja. Þá er það að við Guð-
mundur förum og kaupum togara
í Frakklandi ásamt Hraðfrystihúsi
Ólafsvíkur, en þar var fram-
kvæmdastjóri Guðmundur
Björnsson. Þetta skip var smíðað
1974 og mældist 339 brl með
MAK díselvél og þetta er fyrsti
skuttogari sem keyptur er til
Ólafsvíkur. Þegar skipið kemur til
Ólafsvíkur á páskadag 1977 er
farið í breytingar m.a. löguð á
honum bobbingarennan. Þá er
það útbúið fyrir flottoll en ég
hugsa að það hafi verið mistök,
því það var ekki svo mikið notað.
Það gekk bara samkvæmt áætlun
að fiska á skipið og m.a. fengum
eitt árið á það 2800 tonn og ég
var alltaf með góða áhöfn eins og
alla mína tíð.“
Gullmolinn
„Árið 1982 er komið að við-
haldi á Lárusi, m.a. á spilum og fl.
Og þá er farið með skipið í slipp í
Njarðvík og þar er hann í níu
mánuði. Ástæðan var sú að illa
gekk að fjármagna viðgerðirnar og
í stuttu máli var skipið selt að lok-
um til Vestmanneyja í ágúst 1983
og öll áhöfnin orðin atvinnulaus
nema vélstjórinn og þar með lauk
sögu fyrsta skuttogara Ólafsvík-
ur.“ Guðmundur er þungur á
svip er hann segir frá afdrifum
Lárusar Sveinssonar SH 126.
Honum finnst að ekki hafi verið
gert nóg til að halda skipinu í
Ólafsvík og ekki verið látið nóg á
það reyna. „Sá sem fékk skipið
sagði seinna að hann hafi fengið
gullmola í hendurnar, en það var
Magnús Kristinsson útgerðarmað-
ur,“ segir Guðmundur. Hann var
ekki tilbúinn að skrifa undir söl-
una en að lokum gaf hann Guð-
mundi Sveinssyni félaga sínum
umboð til þess, þar sem hann tók
sér smá frí vegna fimmtugsafmælis
síns, en þau fóru erlendis hann og
Fríða.
Frjáls eins og fuglinn
Eftir söluna á Lárusi Sveinssyni
þá er Guðmundur á ýmsum bát-
um í Ólafsvík til að leysa af en þá
líkur fljótlega hans sjómennsku á
hinum eiginlegu vélbátum. Hann
starfaði einnig sem hafnarvörður í
Ólafsvík, en hún átti ekki við
hann innivinnan. Seinna fer hann
í trilluútgerð og er í henni mörg
ár. Síðustu trilluna sem hann átti
seldi hann árið 1997 „og það átti
ég aldrei að gera heldur hafa hann
bara við bryggjuna því markaðs-
verðmæti bátsins hækkaði gífur-
lega á næstu mánuðum,“ segir
Guðmundur. „Trillutíminn var
skemmtilegur tími og þar var
maður sko frjáls eins og fuglinn,“
segir Guðmundur og maður
heyrir á honum að þessi tími hafi
svo sannarlega átt við hann. Á
þessum orðum hans líkur að
segja frá farsælli sjómannssögu
Guðmundar að þessu sinni.
Brauðgerð
Ólafsvíkur ehf.
Óskum sjómönnum í Snæfellsbæ
og fjölskyldum þeirra
til hamingju
með daginn!