Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 13

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 13
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 11 Pétur Sigurðsson RE Alltaf með góða áhöfn „Arið 1973 seljum við Lárus til Stokkseyrar og kaupum Guð- björgina IS að vestan og þá er Víglundur hættur í félaginu. Eg vildi fá stærra skip og vera meira á nótaveiðum, en Guðbjörgin var 256 brl. Það byrjaði ekki vel því á leiðinni austur á loðnuna hrundi vélin fyrir utan Grindavík. Það var reynt að klastra upp á hana en svo er farið til Hollands og sett í skipið 1000 ha vél af gerðinni Brons og skipið var svo lengt. Við seljum svo þetta skip til Vest- mannaeyja. Þá er það að við Guð- mundur förum og kaupum togara í Frakklandi ásamt Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, en þar var fram- kvæmdastjóri Guðmundur Björnsson. Þetta skip var smíðað 1974 og mældist 339 brl með MAK díselvél og þetta er fyrsti skuttogari sem keyptur er til Ólafsvíkur. Þegar skipið kemur til Ólafsvíkur á páskadag 1977 er farið í breytingar m.a. löguð á honum bobbingarennan. Þá er það útbúið fyrir flottoll en ég hugsa að það hafi verið mistök, því það var ekki svo mikið notað. Það gekk bara samkvæmt áætlun að fiska á skipið og m.a. fengum eitt árið á það 2800 tonn og ég var alltaf með góða áhöfn eins og alla mína tíð.“ Gullmolinn „Árið 1982 er komið að við- haldi á Lárusi, m.a. á spilum og fl. Og þá er farið með skipið í slipp í Njarðvík og þar er hann í níu mánuði. Ástæðan var sú að illa gekk að fjármagna viðgerðirnar og í stuttu máli var skipið selt að lok- um til Vestmanneyja í ágúst 1983 og öll áhöfnin orðin atvinnulaus nema vélstjórinn og þar með lauk sögu fyrsta skuttogara Ólafsvík- ur.“ Guðmundur er þungur á svip er hann segir frá afdrifum Lárusar Sveinssonar SH 126. Honum finnst að ekki hafi verið gert nóg til að halda skipinu í Ólafsvík og ekki verið látið nóg á það reyna. „Sá sem fékk skipið sagði seinna að hann hafi fengið gullmola í hendurnar, en það var Magnús Kristinsson útgerðarmað- ur,“ segir Guðmundur. Hann var ekki tilbúinn að skrifa undir söl- una en að lokum gaf hann Guð- mundi Sveinssyni félaga sínum umboð til þess, þar sem hann tók sér smá frí vegna fimmtugsafmælis síns, en þau fóru erlendis hann og Fríða. Frjáls eins og fuglinn Eftir söluna á Lárusi Sveinssyni þá er Guðmundur á ýmsum bát- um í Ólafsvík til að leysa af en þá líkur fljótlega hans sjómennsku á hinum eiginlegu vélbátum. Hann starfaði einnig sem hafnarvörður í Ólafsvík, en hún átti ekki við hann innivinnan. Seinna fer hann í trilluútgerð og er í henni mörg ár. Síðustu trilluna sem hann átti seldi hann árið 1997 „og það átti ég aldrei að gera heldur hafa hann bara við bryggjuna því markaðs- verðmæti bátsins hækkaði gífur- lega á næstu mánuðum,“ segir Guðmundur. „Trillutíminn var skemmtilegur tími og þar var maður sko frjáls eins og fuglinn,“ segir Guðmundur og maður heyrir á honum að þessi tími hafi svo sannarlega átt við hann. Á þessum orðum hans líkur að segja frá farsælli sjómannssögu Guðmundar að þessu sinni. Brauðgerð Ólafsvíkur ehf. Óskum sjómönnum í Snæfellsbæ og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.