Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 8

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 8
6 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Ólafsvíkur að Sandholti 11. Það voru ekki miklir peningar til á þessum árum eins og hjá mörgum að sögn Guðmundar, en lögfræð- ingurinn sem aðstoðaði fjölskyld- una við kaupin á íbúðinni lánaði móður hans fyrir útborguninni og Guðmundur ber hlýjar tilfinning- ar til hans. Seinna flytur móðir Kristjón Jónsson hans svo í Lindarholt 6, en Guð- mundur bjó aldrei þar. Guð- mundur er 15 ára er Kristjón faðir hans lést en það er árið 1949. Sundnámskeiðið bjargaði Guðmundur er ekki í neinni landvinnu sem tengist sjónum, hvorki fiskvinnu eða beitningum, heldur fer hann beint á sjóinn. „Mín sjómennska byrjar þegar ég er orðinn fjórtán ára á bátnum Borginni með bræðrum mínum þeim Sigga og Bubba. Rétt áður en ég byrja þá fer ég á sundnám- skeið upp í Reykholt ásamt fleir- um og læri þar að synda en þetta námskeið bjargar lífi mínu,“ segir Guðmundur. ,,I fyrsta róðrinum, í norðaustan kaldaskít, gerist það á lögninni að ég dett aftur fyrir mig í sjóinn. Eg sekk strax næ þó að koma upp til að draga andann og sekk svo aftur og festist í lín- unni. Siggi kemst inn í stýrishúsið og nær að snúa bátnum og stopp- ar á þeim stað sem ég sökk. Náðu þeir að reka niður haka og gátu krækt honum í mig. Ég næst svo um borð hálf meðvitundarlaus og man aðeins eftir mér við lunning- una. Mín sundkunnátta og svo það að ég átti ekki að drepast a.m.k. í þetta skiptið bjargaði mér og margir bjuggust við að þarna væri minni sjómennsku lokið, en ég var kominn á sjó daginn eftir,“ segir Guðmundur þegar hann rifj- ar upp þessa lífsreynslu sína. Hann lenti svo seinna á lífsleið- inni í sjónum en gat bjargað sér með því að hugsa rökrétt og taka Jóhanna Oktavía Kristjánsdóttir mið af aðstæðum, en það var við Gufuskála í nóvember 1983. Hann var þá á bátnum Ragnari Ben IS, en það var 30 brl. Eikar- bátur, og voru þeir á landleið er hann strandaði við Brimnesið. Komst áhöfnin fjórir menn í land en Kristjón sonur Guðmundar var á bátnum og gat hann bjargað föður sínum við illan leik í land. Grindavík Eins og margir aðrir hér fyrir vestan fór Guðmundur á vetrar- vertíð suður og hann fékk pláss á vélbátnum Tedda frá Grindavík. Ieddi GK 16 var 19 brl. bátur og róið var á netum en þetta veiðar- færi var þá búið að ryðja sér til rúms á Suðurnesjum. Guðmund- ur fer þá fimmtán ára, ásamt Elí- asi Þórarinssyni, gangandi yfir Fróðarheiði í suðvestan roki og byl en heiðin var þá kolófær og ganga þeir yfir að bænum Bláfeldi með viðkomu í Böðvarsholti. Ætl- unin var að ná í rútu frá Helga Pé og komast þannig suður. Svo kalt var á heiðinni hjá þeim félögum að Guðmundur fékk kalblett á kinnina. „Skipstjóri á þessum bát hét Ragnar, skínandi kall. Megnið af áhöfninni voru Strandamenn og allt bestu kallar. Venjan var að vera á verbúðum en við vildum það ekki áhöfnin á Tedda svo að við fengum bárujárnskofa, sem var úti í hrauni og þar lágum við í koju. I þessum húsum voru blárottur en þær voru minni en venjulegar, en þær gerðu okkur ekkert. Ég man það að nóttina fyrir fyrsta róður veiktist ég og menn sögðu þá að þessi drengur yrði ekki lengi á sjónum en ég kláraði að sjálfsögðu vertíðina og hún gekk ágætlega hjá okkur.“ Enginn þurft að deyja Síðast í febrúar þetta ár, 1950, skeður það að olíuskipið Clam strandar við Reykjanesvita. Með því farast 32 úr áhöfn skipsins en 18 bjargast. „Það er eldsnemma þennan morgunn að Ragnar skip- stjóri kemur til mín og vekur mig og biður mig að koma með sér út á Reykjanes til að aðstoða við björgun áhafnarinnar af skipinu. Eg hef ekki botnað í því ennþá hvers vegna hann sótti mig af öll- um öðrum en ég var alltaf í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann er á litlum Ford pallbíl og við keyrum á honurn út á nesið. Þegar við komum þangað í fjöruna þá eru nokkrir menn, sem liggja látnir í fjöruborðinu og ég er látinn að- stoða við að draga líkin ofar í fjör- una. Flestir yfirmannanna voru hvítir en meirihluti hásetanna voru Kínverjar. Ég var svolítið hissa á því hvað þetta fór lítið í mig að draga látna menn svona eins og strigapoka en þetta vandist einhvern veginn strax. En það get ég sagt þér, að mínu mati hefði enginn þurft að deyja í þessu strandi. Skipið var stopp í fjör- unni og stóð rétt og brimið náði rétt upp á skut. Það hefði ekki átt að sjósetja björgunarbátana í þessu veðri. Þessi atburður er mér mjög minnisstæður,“ segir Guð- mundur er hann rifjar þessa björgunarsögu upp. „Takk fyrir drengir,, Eftir Grindavíkurdvölina fer Guðmundur í vélskólann um haustið og eftir að hann er búinn að ljúka honum er honum boðið

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.