Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Side 11
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
9
vera byrjaði á Stapafellinu.
Lóndrangar hf kaupa í nóvember
þetta sama ár vélbátinn Sigurð
Bjarna frá Grindavík en það var
105 brl. stálbátur. Þeir gefa hon-
um nafnið Lárus Sveinsson SH
126, en nafnið er komið frá bróð-
ur Guðmundar Sveinssonar en
hann fórst á höfninni í Ólafsvík
1947 er vélbátnum Framtíðinni
hvolfdi. „Sagan í kringum kaupin
á því skipi er, að þá var mjög erfitt
að fá fyrirgreiðslu til skipakaupa.
Það var komið svo langt að við
vorum á leið til Grindavíkur til að
segja seljendum að það gæti ekki
orðið af kaupunum. Þá hittum
við útgerðarmanninn Jón Sigurðs-
son frá Grindavík á Keflavíkur-
veginum en hann átti fyrirtækið
Lýsi og mjöl hf, alveg sómamaður,
og ég segi honum stöðuna. Hann
segir þá við mig að það verði eng-
inn vandi að leysa þetta. „Eg lána
ykkur kaupverðið strákar mínir og
það fær enginn bátinn nema þið.“
Hann þekkti mig frá því á síld-
inni á Stapafellinu og við lönduð-
um stundum hjá honum í
Grindavík, en hann var þá með
síldarverksmiðju. Þetta gekk allt
saman mjög vel og Víglundur sá
um að allt væri í skilum og eklíi
við öðru að búast af honum.“
Stærsti netaróður í Ólafsvík.
Arin 1968 og 1969 var mjög lé-
leg netaveiði á Breiðafirði en á
báðum vertíðunum var Lárus
Sveinsson með mestan afla báta úr
Ólafsvík. Bátar fóru á veiðar suð-
ur á Selvogsbanka og lönduðu þá í
höfnum á Reykjanesi og austur í
Þorlákshöfn. Þar var þá góð veiði
af fallegum fiski. Ahöfninni á
Lárusi Sveinssyni er veturinn
1968 minnistæður, en sá vetur
einkenndist af miklum brælum
en góðum afla. Á páskum þennan
vetur kom Guðmundur til Ólafs-
víkur á Lárusi með 72 tonn af
fiski, sem fékkst í tólf trossur á
Selvogsbankanum. Það var mikið
að gera í Hróa við að vinna þenn-
an mikla afla en svona var lífið þá,
fólk vann oft yfir páska ef með
þurfti og eru margar sögur til um
það. ,,Mig dreymdi fyrir þessum
vetri,“ segir Guðmundur ,,og
draumurinn var á þá leið að mér
fannst Állinn þorna alveg upp og
ég gekk eftir honum. Ég var alltaf
að kíkja eftir hvort sjórinn væri
ekki að koma. Ég sagði einhverj-
um þennan draum og hann réð
hann þannig að enginn fiskur yrði
á Breiðafirði og það gekk eftir.“
Fyrir þennan róður var mesti afli
sem borist hafði af netabát til
Ólafsvíkur af Stapafellinu en það
var 1961, en þá kom Tryggvi
Jónsson með 70 tonn úr einum
róðri.
Draumfarir
,,Ég man það líka þessa vertíð
að við fórum út frá Þorlákshöfn á
skírdag í vestan stormi og allir
héldu að ég væri orðinn vitlaus og
enginn bátur fór út. Við náðum
að draga eina trossu og það voru
15 tonn í hana. Svo fórum við í
aðra trossu og netin fóru upp á
stefni og þá lét ég skera á hana og
Lárus Sveinsson SH 126
Seitdum úsýúuötMoím <z S(tce^ett<uteúi
oy fie&vuz ^ectt<zóúÁOt
í titefati
\
Guðmundur Runólfssdn hf
Sólvöllum 2, 350 Grundarfirði.