Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 20

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 20
18 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Sjómannadagurinn í Stykkishólmi í 943 Árið 1938 var fyrst haldinn há- tíðlegur sjómannadagur á Islandi en það var í Reykjavík. Nú í ár eru sextíu og fimm ár frá því að fyrst var haldinn hátíðlegur sjó- mannadagur hér í Stykkishólmi en það var 6. júní árið 1943 eftir því sem gögn segja. Uppgjör dags- ins var á eftirfarandi hátt. Seld merki kr. 552.00 Inngangseyrir á dansleik kr. 894.00 Húsaleiga kr. 120.00 Mússik kr. 150.00 Efni í merki kr. 45.20 Umslög og pappír kr. 0.80 Mismunur kr 1.130.00 bróttur og Leiknir Þeir sem voru í sjómannadags- ráði þetta árið voru: Ágúst Páls- son, Ragnar Einarsson og Eyjólfur Ólafsson og skrifa þeir undir upp- gjörið tólfta júní 1943. Þessi nöfn koma oft upp næstu árin á eftir í sjómanndagsráði. Eflaust hefur verið brugðið á leik eins og gert er í dag , farið í reiptog, beitningu og kappróður, en kappróðurinn var framkvæmdur á tveim skekt- um er voru til hér í þorpinu og GÚSTALAGNIR bhf. voru álíka í lögun, þar réru fjórir en einn var við stýri og hvatti sína menn. Árið 1947 voru smíðaðir kappróðrabátar hér í Stykkishólmi sem fengu nöfnin Þróttur og Leiknir og þeir voru notaðir til margra ára. Lndamennirnir stórir og þungir Reiptogið fór fram á landgang- inum fram á Bólverkið. Hann var úr timbri og gátu þeir sem reyndu með sér fótað sig á trégólfmu. Áliorfendur stóðu sitt hvoru meg- inn meðfram handriðinu á land- gangnum. Lengst af var notað sama grastógið og geymt á góðum stað milli ára en nú er það glatað. Það tók mikið á að vera í reiptogi og voru sumir lengi að ná sér eftir það. Endamennirnir voru ávalt valdir stórir og þungir. Vöfðu þeir endunum um axlir sér áður en rimman hófst. Þá byrjuðu hróp og köll frá áhorfendum sem hvöttu sitt hvort liðið óspart. Beitningin fór fram við Snotru en það var beitningaskúr í kvos vestanmegin við landganginn að Stykkinu. Þar var skjól og áhorf- endur voru uppá lágum bakka og höfðu góða yfirsýn yfir þá sem voru að keppa í beitningu. Urslit fengust ekki fyrr en búið var að leggja línuna sem var gert fljótlega eftir beitningu. Við lagningu var verið að kanna hve vel væri beitt og hvort flækjur væru á línunni. Á heimleið Það hefur ávalt verið mjög náið milli sjómannadagsins og kirkjun- ar hér í Stykkishólmi. Sjómenn og íjölskyldur söfnuðust saman á Bólverkinu út í Stykki og gengu þaðan til kirkju. I fararbroddi gegnu sjómenn með íslenska fána, genginn var einn rúntur um bæinn áður en farið var til sjómannamessunnar. í kirkjunni hafa aldraðir sjómenn verið heiðraðir en þó er undan- tekning þar á. Árið 1994 var reist- ur minnisvarði um týnda sjómenn á svonefndu Flæðiskeri við höfn- ina. Listaverkið heitir Á heimleið og er eftir Grím Marinó, lista- mann. Verkið afhjúpaði forseti íslands, frú Vígdís Finnbogadótt- ir. Síðan hefur gangan til kirkju hafist þar. Á stöpli við verkið er ljóð eftir Jón úr Vör. „Kirkja er oklcur ströndin, og hafið og fjallið guðspjall dagsins vanmáttur mansins í lífi og dauða.“ Lokadagurinn 11. maí Annar var sá dagur sem við strákarnir hlökkuðum til, en það var lokadagurinn 11. maí, þá var komið vor. Við sem höfðum fylgst með lífinu við höfnina allan vet- urinn. Lokadagurinn hafði aðra tilfmningu en sjómannadagurinn, sem er hátíð fyrir alla fjölskylduna og gerður var dagamunur. Þeir sem voru beinir þáttakendur í lokadeginum, sjómenn og land- menn, voru í hátíðarskapi og hrifu aðra með sér. Dagurinn á sér langa sögu á íslandi. Menn voru kátir eftir góða vertíð, þakka sam- starfið og samveruna ekki einung- is þessa nýloknu vertíð heldur til margra ára samveru. Margt er rifj- að upp frá vetrinum. Samskipti manna á milli í beitningaskúrnum eða um borð í bátnum um orð- ræður og verkleg atvik, en þarna var eins og ávalt áður, að sameig- inlega varð að leysa verkið því hvergi er brýnna að hugur og hönd vinni saman. Styklvishólmi í maí 2008 Einar Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.