Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 28
26
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
339 brúttólesta skuttogara í
Frakklandi. Þegar félagið hafði
aflað nauðsynlegra leyfa og fjár-
magns m.a. með sölu á mb. Lárusi
Sveinssyni, fóru stjórnarmenn til
Lorient í Frakklandi og náðu,
með aðstoð Gunnars Hafsteins-
sonar, samningum við eigendur
bv. President Arthur Brien í marz
og sigldu skipinu heim til Olafs-
víkur, en þangað kom það að
morgni Páskadags 1977. Hlaut
skipið nafnið Lárus Sveinsson SH
126 eins og fyrri skip félagsins.
Skipstjóri var Guðmundur Krist-
jónsson og vélstjóri Guðmundur
Sveinsson. Gekk samstarfið og út-
gerð skipsins vel og var afli skips-
ins ásættanlegur þann tíma, sem
Lóndrangar hf. áttu skipið.
Samkomulag varð um að hætta
útgerð skipsins 1983 eftir mjög
kostnaðarsamar endurbætur á því.
Var það því selt til Vestmannaeyja
að loknum endurbótum og hlaut
þar nafnið Bergey VE 544.
Astæður þess að skipið var selt að
loknum breytingunum voru þær
að einungis HÓ treysti sér til að
fjármagna sinn hlut í kostnaðin-
um og þótti það ekki réttlætanlegt
m.a. gagnvart viskiptabanka fé-
lagsins.
Og einnig hafði reynzt erfiðara
að manna skipið eftir að nýtt og
miklu öflugra togskip kom til
Ólafsvíkur, en það var bv. Már
eign Utvers hf.
Bv. Jökull SH215
I byrjun árs 1986 samdi H.Ó
um kaup á bv. Jökli SH 215 við
Víglund Jónsson sem hafði látið
smíða skipið. Jökull SH var 223
Elinbergur Sveinsson var lengi vélamaður
hjá HÓ og var jafnframt formaður Verka-
lýðsfélagsins Jökul í langan tíma.
brúttólestir og var smíðaður í Pól-
landi og kom til Ólafsvíkur í júlí
1984. Var skipinu ætlað að afla
hráefnis fyrir HÓ og með tilliti til
þess voru gerðar þær breytingar á
því í Danmörku 1986, að auk
þess að veiða fisk og rækju í troll
væri unnt að flokka og frysta
rækjuna um borð í skipinu. Skip-
stjóri á skipinu var Örn Alexand-
ersson og gekk útgerð þess hjá
HÓ bærilega.
Helgi Kristjánsson var verkstjóri í saltfisk-
vinnslunni frá 1970 - 1980.
Sjóbúðir hf.
Árið 1972 höfðu eigendur HÓ
forgöngu um stofnun félags, hvers
tilgangur var að byggja og reka
íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk fisk-
vinnslustöðva og áhafnir fiskiskipa
í Ólafsvík. Stofnendur voru allir
fiskverkendur í Ólafsvík og út-
gerðarmenn vertíðarbáta í Ólafs-
vík á þeim tíma alls 20 fyrirtæki
og einstaklingar. Hlutafé var við
MárSH 127
Öskum öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra,
til hamingju með daginn!
LITABÚPIK
Ólafsbraut 55
Simi: 436 1050 og 436 1313