Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 37

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 37
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 35 Á þennan bát, Kristinn SH 112, fískuðu þeir feðgar mikinn ýsuafla. 2000 og Ingvar Frey fæddan 2003 en fyrir átti ég eina dóttur Al- exöndru Ýr fædda 1992. Yfir til þín Bárðnr. Nú befur þú verið lengi til sjós, hvemig er ferill- inn í stórum dráttum? Eg byrjaði fermingarárið til sjós, sem smyrjari í vél, á togaranum Haukanesi frá Hafnarfirði. Tveimur árum síðar lauk ég gagn- fræðaprófi úr sjóvinnudeild Lind- argötuskóla í Reykjavík með 30 tonna réttindi. Ég var því sextán ára þegar ég einhenti mér alveg á sjóinn. Þegar við fluttum á Hell- issand fyrir miðjan níunda áratug- inn var ég búinn að vera að róa á bát frá Rifi í nokkur misseri, þannig að fjölskyldan flutti eigin- lega á eftir mér. A þessum tíma keypti ég mér trilluna Gægi fyrir sumarútgerð. Sú trilla sökk við bryggju eftir að ég hafði notað hana nokkur sumur. Á árunum 1988-1996 var ég mikið að róa fyrir aðra m.a. Halla Pé eða Har- ald Guðmundsson og son hans Pétur Haraldsson. Ég stofnaði út- gerðina Breiðavík 1997 og keypti þá 5 tonna bát sem hét Breiðavík eins og útgerðin. Sá bátur sökk 1998 og eftir það tók ég mér nokkra mánuði í umhugsunarfrest hvað skyldi næst taka til bragðs. Við Þorsteinn ræddum m.a. um samstarf. Þorsteinn, enduðu þcer samrceður ekki með samstarfi? Jú, mikið rétt. Ég hafði keypt mér 3 tonna bát 1998, sem hét Kristinn, og þegar við pabbi fór- um í samstarf þá notuðum við út- gerðarnafnið hans og kennitölu þeirrar útgerðar en ég lagði bát og kvóta í púkkið. Við létum síðan fljótlega smíða nýjan 6 tonna bát af gerðinni Víkingur 800 hjá Samtak í Hafnarfirði og fengum við hann afhentan 1999. Sá bátur hét Kristinn. Við stækkuðum að- eins tveimur árum seinna þegar við létum smíða 15 tonna bát af gerðinni Víkingur 1135, einnig hjá Samtak, og hét hann einnig Kristinn og voru 3 í áhöfn. Við breyttum nafninu á honum yfir í Júlíus Pálsson þegar við fengum í fyrra nýjan yfirbyggðan plastbát af gerðinni Kleópatra 38 og fékk hann Kristinsnafnið. Júlíus Páls- son er nýseldur en við höfum í staðinn keypt nýjan notaðan bát frá Grindavík og nýlega tekið hann í notkun en hann hafði undanfarnar vikur verið í breyt- ingum inn í Stykkishólmi. Hann heitir Kristinn þannig að þá erum við komnir með Kristin stóra og Kristin litla. Bárður, af hverju Kristinsnafnið og af hverju þessi öru bátaskipti? Kristinsnafnið er auðvitað til minningar um Kristin, drenginn sem við misstum nokkurra vikna gamlan 1977. Það hefur rnikil gæfa fylgt bátunum okkar sem hafa borið þetta nafn, óhappalaust og við höfum alltaf fengið gott start, góða byrjun, góð aflabrögð með hverjum nýjum bát. Varð- andi ör bátaskipti þá erum við alltaf að þróa okkur og í því fellst að leita að og finna hentugri og öflugri bát. Bát sem fer betur með mann því alltaf verður maður eldri með hverju árinu og vill þá fá þægilegri og þokkalegri vinnu- aðstöðu. Einnig ráða hagkvæmn- isástæður, kröfur um öflugri bát en samt sparneytnari o.s.frv. Kristinn SH 112, nýjasti báturinn þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.