Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 51
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
49
Sjómannadagurinn á Hellissandi og Rifi 2007
Ungu drengirnir, þeir Kjartan Már Þórðarson og Ómar Örn Ómarsson, létu sitt ekki eftir liggja í
hinum sívinsæla koddaslag á sjómannadag. Ljósm. Jóhann Rúnar
Hátíðarhöldin byrjuðu á laugar-
deginum við höfnina í Rifi með
því að tekin var fyrsta
skóflustunga að nýju húsi Lífs-
bjargar. Eftir það var farið í hefð-
bundna dagskrá sem var frekar í
styttri kantinum að þessu sinni
vegna þess að von var á þyrlu
landhelgisgæslunar í tilefni af
skóflustungunni. Byrjað var á
róðrakeppni þar sem áhöfnin á
Magnúsi SH sigraði en þeir hafa
sigrað í róðrakepninni núna í
nokkurár í röð.
Eftir róðrakeppnina var áhveðið
að sleppa tímaþraut sem búið var
að skipuleggja vegna þess að
fréttst hafði af því, að þyrlan
kæmi aðeins fyrr en gert var ráð
fyrir. Farið var því beint í
koddaslag sem hefur verið vinsæll
hjá yngri kynsióðinni. Hefur þurft
að vísa keppendum frá vegna ungs
aldurs og hafa krakkar allt niður í
tíu ára viljað taka þátt. Kodda-
kóngur að þessu sinni var Hilmar
Antonsson og koddadrotningar
voru Alda Dís Arnardóttir og
Unnur Sigurþórsdóttir en þær
féllu jafnar af ránni í úrslitaslagn-
um. Eftir koddaslaginn þurfti fólk
að flýta sér um borð í Orvar, sem
sá um skemmtisiglinguna að
þessu sinni, vegna komu þyrlunn-
ar. Siglt var til móts við báta frá
Ólafsvík þar sem þyrlan og björg-
unarbáturinn Björg héldu sýn-
ingu.
Sunnudagurinn hófst eins og
venjulega með sjómannamessu í
Ingjaldshólskirkju. Eftir messu var
lagður blómsveigur að minnis-
varða um sjómenn sem hvíla í
votri gröf.
Dagskráin í sjómannagarðinum
hófst með hátíðarræðu sem að
þessu sinni var flutt af Erlu Krist-
insdóttur. Heiðraður var aldraður
sjómaður og var það Sigurður
Árnason. Þá voru veitt verðlaun
fyrir róðrakeppni og koddaslag og
að lokum var farið með krakkana
í leiki.
Eftir dagskrá í garðinum lauk
var farið í hið árlega kaffi hjá
Slysavarnardeildinni Helgu Bárð-
ardóttur.
Hátiðarhöldunum lauk svo með
sjómannahófi í Rösdnni þar sem
heimamaðurinn Rúnar Gunnars-
son sá um glæsilegan veislumat.
Veislustjóri var Sveinn Waage og
það var svo hljómsveitin Bít sem
sá um að halda uppi fjörinu fram
á nótt.
Sveinbjörn Benediktsson
versus@simnet.is viflSíRBm ram öu raomGMHÖG
1 Q‘bjérnmn} ^Cil hamirhjju med dapnn
KAUPÞING