Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 52

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 52
50 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Jóhann Long Ingibergsson Vélstjóri Jóhann og Guðmunda með þremur barna sinn þeim Haraldi, Sóleyju og Einari. Myndin er tekin er Sóley fermdist. Þegar ég hringdi í Jóhann og sagði hver ég væri sagðist hann alveg muna eftir mér. Það eru þó um 40 ár síðan við vorum saman á Skarðsvíkinni eða því herrans ári 1967 með hinum mikla aflamanni og góða for- manni Sigurði Kristjónsyni. Eg þekkti Jóhann strax á röddinni og hún var alveg eins og áður og þegar ég bað hann um viðtal þá var það allt í góðu lagi. „Þú getur alveg komið og við getum rætt saman,“ sagði Jói eins og við köllum hann í viðtalinu og hann hefur alltaf verið kallaður. Sunnudagsmorgun einn í febr- úar kl. 10 er stundin runnin upp og „ég verð klár þegar þú kemur,“ sagði Jói en hann dvelur á Hrafnistu í Reykjavík og hefúr verið þar síðustu sjö árin. Þegar ég kem bíður Jói eftir mér frammi á gangi og við tökumst í hendur og mín fyrsta hugsun er sú hve hann hefur lítið breyst frá því að við vorum sarnan á sjó en Jói verður 86 ára á þessu ári. Það er ekki á honum að sjá að hann sé jafn gamall eins og árin segja. Hann er hress og man alla hluti og svo segist hann ennþá aka bíl sem hann á og fer allra sinna ferða. Hann býður mér í herbergið sitt sem reyndar er ekki stórt en hann er samt sáttur við það. I herbergi við hlið hans býr sambýliskona hans til nokkurra ára, Hermína Sigurðardóttir, og hún kemur inn rétt sem snöggvast áður en við byrjum og býður okkur kaffi. Það er gaman að sitja með Jóa og rifja upp viðburðaríkan og langan ævi- feril hans og hann hefur gaman af að segja frá. Mínar minningar frá Skarðsvíkurtímanum með Jóa eru, að hann sagði vel frá og lagði oft áherslu á orð sín með því að lemja duglega í borðið og það kom svo sem fyrir í þessu viðtali. Er ekki nóg að eiga sex börn? Ég spyr Jóa fyrst um millinafnið Long sem hann var skírður og reyndar hefur hann gefið öllum sínum börnum sama millinafn. „ Þetta kemur frá móður minni að austan en hún hét Málfríður Jóns- dóttir og var frá Berufirðiý byrjar hann. „ Ég er fæddur 29. maí 1922 í Reykjavík. Ég er sjö- undi í röðinni af tólf systkinum en við vorum sjö strákarnir. Ég man að ég sagði við mömmu einu sinni þegar ég var ungur hvort ekki hafi verið nóg að eiga sex börn en þá hefði ég sloppið,“ segir Jói og kímir. „ Mamma sagði bara að svona væri nú lífið og þetta vill Guð og þar við sat. Við bjuggum inni á Bjarnarborg við Hverfis- götu og það var oft þröngt á þingi en allt fór það nú vel. Þegar ég var ellefu ára var sú ákvörðun tekin að ég færi til Hornafjarðar í sveit og þar var ég í þrjú sumur, en það vantaði oft börn í sveit til að létta undir“. Þá voru vegir þannig að eina leiðin var að senda Jóa með skipi. Hann fór þá einn með strandferðaskipinu Súðinni og sagði að það hefði ekkert verið að því. A leiðinni austur fékk Jói áhuga á því sem átti eftir að verða stór hluti af hans ævistarfi. „Um borð í Súðinni langaði mig mikið til að fara niður í vélarúm og fá að kíkja svo ég fer niður. Ég fæ að líta aðeins í kringum mig áður en ég er rekin upp en það var alveg nóg því frá þeim tíma hafði ég mikla löngun til að verða vélstjóri á skipi. Svo þegar ég er kominn í sveitina þá sá ég oft skip úti á sjónum og mig langaði alltaf um borð“ Ásókn í vinnu „Pabbi var skósmiður og þegar ég kem að austan 14-15 ára þá vill hann að ég læri að vera skósmiður, en pabbi rak þá skóvinnustofu í Lækjargötu 10 en það var beint á móti Menntaskólanum í Reykja- vík. Hann vildi endilega að ein- hver af krökkun um lærði þessa iðn en það vildi enginn gera það. Þetta var á kreppuárunum og erfitt að fá vinnu og margir biðu á bryggjunni til að fá einhverja vinnu við uppskipun eða þess háttar. Stundum biðu um 100 manns eftir vinnu á morgnana og maðurinn sem stjórnaði vinnunni hét Rögnvaldur og var frá Hell- issandi. Það löbbuðu allir á eftir honum í von um að fá einhverja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.