Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 60

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 60
58 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Jóhann Long Ingibergsson. Myndin er tekin á Hrafnistu í vetur. Mynd PSJ. gott skip. Siggi var alveg skínandi maður og ekki hægt að fá betri formann. Svo var áhöfnin líka mjög góð og sömu menn lengi um borð. Eg vil nefna Sigga Arna, Gvend Tomm, Almar, Hermann, Konna Ragnars og marga fleiri gæti ég nefnt, allt úrvals menn. Menn voru oft að tala um að plássið á Skarðsvíkinni væri erfitt en það fannst mér ekki. Við unn- um okkur þetta svo létt og áhöfn- in var samhent,“ segir Jói. Vélstjóri á Gufuskálum Árið 1984 ákveður Jói að hætta á sjónum þegar honum er boðin véstjórastaða á Gufuskálum. Hann var áður btiinn að spá í að flytja suður með fjölskylduna og fara að vinna við pípulagnir. Reyndar hugsaði hann sér starfið á Gufuskálum sem tímabundið en árin þar urðu fjögur. Þetta var vaktavinna og margir sögðu að þetta væri létt vinna. Vinnan fólst í því að fylgjast með allskonar mælum og slá vélar í gang ef eitt- hvað kom uppá, viðhald og fl. Þetta var þreytandi vinna og Jóa féll þetta ekki alls kostar vel þar sem þetta m.a. hentaði illa fyrir fólk sem var með börn og mikið um næturvaktir. ,,Ég var kominn með í bakið af þessu iðjuleysi og vildi flytja suður og fara í mitt gamla starf, sem var pípulagnir. Margir voru hissa á því að bak- veikur maður gæti farið í svoleiðis vinnu en ég hélt mínu striki. Ég sagði bara að þá gæfist ég upp og gerði eitthvað annað. Við flytjum til Hafnarfjarðar árið 1988 og það varð nóg að gera. M.a. legg ég í viðbygginguna á Hótel Sögu og það var ekki létt verk. Við vorum með sver rör og unnum mikið upp fyrir okkur en bakið lagaðist alveg. Ég talaði nú við lækni um þetta og hann sagði þá að þessar miklu teygjur sem kæmu á lík- amann gerðu það að verkum að bakið lagaðist. Síðan lögðum við í Búnaðarbankann sem þá var, Toll- húsið og Mjólkursamsöluna og það var heilmikið að gera,“ segir Jói. Fjölskylda Kona Jóa var Guðmunda Har- aldsdóttir og var hún frá Hell- issandi. ,,Hún var dóttir hjónanna Haraldar Guðmundssonar eða Halla Guddu eins og allir þekktu hann og móðir hennar var Elín Oddsdóttir en Oddsættin var vel þekkt á Hellissandi. Við Guð- munda hittumst fyrst í Alþýðu- húsinu eða Kjallaranum eins það var kallað, en það var vinsæll ball- staður lengi vel hér á Hverfisgötu í Reykjavík. Hún var þá í vist hjá Sínu frænku sinni. Ég var þá á togurunum og ég hitti hana svo nokkrum mánuðum seinna og þá aftur í Kjallaranum. Við hófum svo sambúð hér í Reykjavík og bjuggum m.a. í húsi vestur í bæ sem hét Nýlenda en það er nú búið að færa það hús upp í Arbæ.“ Jói og Guðmunda giftust í desem- ber 1943. Þau eignuðust fjögur börn sem eru í aldursröð; Sóley fædd 1944, Haraldur fæddur 1950, Einar fæddur 1953 og Jó- hann fæddur 1965 og er hann eina barnið sem fætt er fyrir vest- an. Auk þess misstu þau eitt barn úr lungnabólgu nokkurra mánaða gamalt árið 1947. Öll bera börnin millinafnið Long eins og faðir þeirra. Guðmunda lést árið 1997 en hún var fædd árið 1923. Þetta viðtal við Jóa er búið að vera afar skemmtilegt og eins og áður sagði er hann með afbrigð- um minnugur. Samferðamenn Jóa bæði á sjó og landi bera honum mjög vel söguna. Sigurður skip- stjóri á Skarðsvíkinni sagði hann sérlega duglegan og einn af sínunr bestu sjómönnum. Hann var góður í umgengi og léttlyndur en þó gæti hvesst verulega ef honum væri misboðið. Sjómenn á Hell- issandi heiðruðu Jóa á Sjómanna- daginn 1993 og var hann vel að því kominn eftir langa veru á sjónum. PSJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.