Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 65

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Page 65
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 63 Jóhannes Ragnarsson Ævintýri á Táiknfirðingi BA 325 í Norðursjó 1972 Það var vorið 1972, að við fé- lagarnir, ég og Guðmundur Matthíasson, sem nú er skipstjóri á Hamri SH 224, ákváðum að rífa okkur uppúr yfirvofandi kyrr- stöðu og leiðindalognmollu heimavígstöðvanna með það að markmiði að útvíkka lífsreynslu okkar og sjóndeildarhring til ein- hverra muna. Við vorum 17 og 18 ára þetta örlagaríka vor og litum þannig á að við værum aldeilis fullorðnir og sjálfstæðir einstaldingar og þar með færir í flestan, ef ekki allan, sjó. Þrátt fyrir ungan aldur vorum við báðir búnir að vera tvær vetr- arvertíðir á sjó frá Ólafsvík. Þegar við fórum að hugleiða málið, komumst við nokkuð fljótt að þeirri niðurstöðu, að trúlega væri gáfulegast að komast á síld í Norðursjóinn, en um þær mundir stunduðu um það bil 50 íslensk skip slíkar veiðar sumar og haust. Það var þó enginn hægðarleikur að fá pláss á norðursjávardalli, þar komust færri að en vildu. Gvend- ur Matt hafði átt heima í Tállcna- firði áður en hann fluttist á Snæ- fellsnesið og vissi að bátarnir það- an, Tálknfirðingur og Tungufell, fóru á hverju hausti til síldveiða í Norðursjó. Það var því úr að við hringdum í þann fræga mann Ar- sæl Egilsson skipstjóra á Tálkn- firðingi og báðum um pláss. Á þessum árum var Ársæll einn af þekktustu skipstjórum landsins, mildll sjómaður og aflamaður; snemma þjóðsagnapersóna og öðrum mönnum knárri þá öl var kneyfað. Sæli tók erindi okkar vel; kvaðst koma á skipi sínu til Reykjavíkur eftir fáeina daga og skyldum við hitta hann þar. Á tilsettum degi mættum við galvaskir um borð í Tálknfirðing í Reykjavíkurhöfn. Við Gvendur vorum fram úr hófi vel hárprúðir þegar þetta gerðist, enda hand- gengnir rokkhetjum og hippa- menningu. Ian Anderson, Jimmy Page og John Lord, svo einhverjir séu nefndir, voru okkar menn - og eru það svo sem ennþá. Þegar Ár- sæll skipstjóri leit myndarlegan hárvöxt okkar varð hann í andlit- inu eins og hann stæði frammi fyrir tveimur átjánbarna feðrum úr álfheimum og það var ekki laust við að svartar augnabrúnir hans þyngdust. Þegar Sæli hafi skoðað oklcur dálitla stund, kvað hann upp þann dóm, að við fengjum ekki að stíga fæti um borð í hans skip nema við létum klippa vel og vandlega af okkur þennan hroðalega hárlubba; hann hefði bara aldrei séð annað eins heita helvíti. Það varð því úr að við félagarnir dröttuðumst uppí bæ, nær yfir- bugaðir af sorg, til að hafa uppá einhverjum þeim hárskera sem ætti nægilega öflug skæri til að vinna á okkar virðulega höf- uðstolti. Og svo var okkur brugð- ið, að við urðum að setjast oft niður á leiðinni á rakarastofuna og fá okkur stóra slurka úr ákavít- isflöskunni, sem við höfðum sem betur fer haft rænu á að hafa með- ferðis, til að geta afborið þá ógn- vekjandi raun sem því óhjákvæmi- lega fylgir, að missa nær fjögurra ára óheftan hárvöxt.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.