Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Síða 66

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Síða 66
64 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 Guðmundur Matthíasson núverandi skip- stjóri á Hamri SH 224. En við vorum ekki aideilis á leið í Norðursjóinn þó að við stæðum nýklipptir um borð í Tálknfirð- ingi á leiðinni vestur; kálið var semsé ekki sopið þó í ausuna væri komið. Fyrst yrðum við að stand- ast þá raun að stunda grálúðu- veiðar á línu í þrjá mánuði. Grá- lúðuveiðarnar voru stundaðar ein- hverstaðar norðan við Kolbeinsey á mikiu dýpi og hver veiðiferð tók að minnsta kosti 14 daga. Það kom fljótlega í ljós að úti- legan var hið versta puð. Við Gvendur vorum látnir vera í beitningunni þó að við kynnum varla að festa beitu á öngul. Og nú tjóaði lítt að biðja Guð að hjálpa sér; við urðum að gjöra svo vel að skila okkar skammti hvern- ig sem viðraði og hvað sem helaumum höndum eftir bann- setta krókana leið. Það gefur auga- leið, að svefn við þessar aðstæður var af mjög skornum skammti; einn til tveir tímar á sólarhring var algeng hvíld og suma sólarhring- ana komumst við ekkert í koju sökum anna. Það voru því miklar gleðistundir þegar Sæli kom æð- andi niður með viðeigandi fyrir- gangi og mælti svo fyrir, að við ættum að drullast í koju og sofa í andskotann á okkur, við yrðum ræstir aftur eftir klukkutíma. Eftir klultkutíma kom svo vélstjórinn og ræsti okkur samviskusamlega, gjarnan með handsnúnum þokulúðri, sem var svo hávær að auðveldlega hefði verið hægt að vekja mann upp frá dauðum með honum. Ég man eftir að ég stóð ein- hvern tímann í fyrsta túrnum úti á dekki og skimaði vondaufur út á sjóinn, þar sem heitir á Halamið- um, og hugsaði sem svo: Djöfull- inn hafi það, heldur vildi ég draga tuttugu netatrossur á dag í norð- austan roki en að standa í þessu helvíti. En smám saman fórum við þó að ná tökum á beitning- unni og geta beitt þessa 12 bala á sólarhring og stundum fleiri, án þess að vaka megnið af túrnum. I lok ágústmánaðar var hinu grimmilega önglastríði á útileg- Skipsfélagarnir á Tálknfirðingi. Frá vinstri Einar jóhannsson, Jóhannes Ragnarsson og Ingibergur Sigurðsson. Sjómenn! Inniíegar íiamingjuóskir á sj ómannadaginn Grandakaffi Grandagarði 101, Reykjavík Sími: 552 9094
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.