Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Qupperneq 69
67
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008
Jón Herbertsson félagi Jóhannesar á góðum
degi.
90% spíra í matvöruversluninni
sem stóð skammt fyrir ofan klám-
búlluna góðu.
Við komum sex sinnum í Hirts-
hals þetta haust og í hvert skipti
var stoppað í 2-3 sólarhringa í
landi eftir löndun, sem voru mikil
forréttindi þar eð aðrir bátar ís-
lenskir fóru yfirleitt alltaf strax út
aftur eftir að síðasti kassinn var
kominn uppá bryggju. En okkar
kapteinn, Arsæll Egilsson, hafði
annan háttinn á: Hann sagði ein-
faldlega, að við hefðum, sem satt
var, ekkert sumarfrí fengið og
kæmu nú vel útilátin hafnarfrí í
sumarleyfisstað.
Og þegar áhöfnin var búin að
fara í sturtu, að löndun lokinni,
og komin í sparifötin, þá var eins
og við manninn mælt: Tálknfirð-
ingur BA 325 fylltist af kátum
stelpum og sterkum bjór, sem við
strákarnir áttum fullt í fangi með
að torga. Við gerðumst að sjálf-
sögðu fljótt hagvanir á kránum í
Hirtshals og gengum þar um eins
og við hefðum alla tíð átt lög-
heimili á þeim bæjum. Stundum
tókum við nokkurskonar hliðar-
spor og lögðum leið okkar á svo-
kallaða næturklúbba í Alaborg,
sem hétu nöfnum eins og Roxy og
Ambassadören. Þar var hægt að
sitja að sumbli fram á morgun, en
því miður var kvennaþjónustan á
þessum stöðum verðlögð og það
með þeim hætti, að ég ekki segi
ofstopa, að ofviða var fjárhag
réttra og sléttra íslenskra sjó-
drengja að standa að slíku
kvennafari, fyrir nú utan að óþarfi
er að kaupa í einum stað það sem
fæst ókeypis á öðrum. Það var víst
á einum slíkum stað sem mér
tókst að rífa skyrtuna utanaf vert-
inum um leið og hann fleygði mér
út fyrir óviðeigandi kjafthátt um
meðferð dana á íslendingum fyrr á
öldum.
Eftir síðustu löndun í Hirtshals
þetta haust, stoppuðum við tæpa
viku í landi áður en rorrað var á
stað heimleiðis. Þessa tæpu viku
notuðum við félagarnir til hins
ítrasta, lögðum okkur alla fram í
halda uppi sem æsilegustum sam-
kvæmisdampi þar sem ekkert var
til sparað. Enda fór svo, að þegar
við lögðum upp frá Hirsthals í
hinsta sinn þetta haust, stóðu
stelpurnar á bryggjunni og grétu.
f \ BLÓMSTURVELLIR l HELLISSANDI HEIM-SENDIR ÓLAFUR BJARNASON SH-Í37
RACNAR & ÁJCEIR STYKKISHÓLMI - CRUNDARFIRDI - SNÆFELLSBÆ HÖTEL BDÐIR w Rekstrarvörur - vinna með þér [\lf Rétlarhálsi 2*110 Reykjavík Simi: 520 6666 • Fax: 520 6665 V
Sjómenn!
Til hamingju með daqinn