Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 71

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Blaðsíða 71
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 69 Guðlaugur Wiium ^ Trollárin í Ólafsvík Guðlaugur Wiium var vél- stjóri, trillukarl og síðar lög- reglumaður í Ólafsvík og bjó árin 1963 til 1997 i Ólafsvík Hann starfar nú sem lögreglu- maður í Reykjavík. Hann afl- aði m.a frétta frá Ólafsvík fyrir dagblaðið Vísir og Morgun- blaðið hér á árum áður og tók mikið af myndum og birtast þær í næsta blaði. í eftirfarandi grein segir hann frá trollárun- um í Ólafsvík á skemmtilegan hátt og þakkar Sjómannadags- blaðið honum þessa áhuga- verðu samantekt. Guðlaugur er giftur Hjördísi Jónsdóttur frá Ólafsvík og eiga þau 3 börn, öll alin upp í Ólafsvík. Fundu flugvélar og fugla Fyrir nokkru datt mér í hug að gaman væri að rifja það upp þegar trollveiðiskapurinn hóf innreið sína í Ólafsvík. Vorið 1966 var eitthvert millibilsástand á bátum í Ólafsvík. Netavertíðin búin og ekki farið lengur á síldina á þess- um bátum, sem við getum kallað minni báta á síldinni eins og t.d. Jón Jónsson SH-187 og Steinunni SH-207. Stærri og öflugri bátar voru þá komnir til sögunnar í síldveiðunum. Til gamans má geta þess að bátarnir Jón Jónsson og Steinunn voru með svo stórar og þungar nætur sem varð til þess að astikið vísaði þar af leiðandi allt of mikið upp. Gárungarnir sögðu að astikið finndi bara flugvélar og fugla á flugi. Síldveiðarnar á þeim bátum hafa líklegast lagst af vegna smæð- ar bátanna. Jón Jónsson var um 60 til 70 tonn og Steinunn mæld eitthvað stærri. Svo hvarf síldin 1968 en það er nú önnur saga. Stakkholtsútgerðin Bátarnir Jón Jónsson og Stein- unn höfðu verið gerðir út af Halldóri Jónsson ásamt sonum hans, Jón Steini, Kristmundi og Leifi. Stakkholt var síðan stofnað 1967 um þessa útgerð og saltverk- un. Jón Steinn var með Jón Jónsson og Kristmundur með Steinunni. Víkingur yngsti bróðirinn er miklu yngri og kom ekki inn í þetta fyrr en síðar. Var hann einn af eigendunum ásamt systrunum, Pálínu, Báru, Bylgju og Eddu. Einnig gerðu þeir út Halldór Jónsson SH 217. Dugði hann lengur á síldinni og gerði það gott enda stærri bátur um 100 tonn. Hann var á þessum tíma gerður út með þorsknót, að minnsta kosti eina vetrarvertíð. Fiskaði hann mjög vel og mokaði inn þorskin- um í nótina. Skipstjóri á honum var Leifur Halldórsson. Vorið 1966 var ákveðið að gera bátana Jón Jónsson og Steinunni út á humartroll. Siggi kveikur og fleiri góðir menn Bárður Snæfellsás SH hafði ver- ið áður á humartrolli og gert það gott. Fiskaði bæði bolfisk og hum- ar. Fengið var leyfi fyrir humar- veiðum og farið að útbúa bátana. Ég hafði verið á síðutogara og vissi sitthvað um þetta og kunni örlítið fyrir mér í bætningum. Þó myndin tengist ekki beint greininni þá fyígir hún hér með en hún er af kappróðrarliði HÓ á Sjómannadag árið 1966. Frá vinstri Hjördís Jónsdóttir eiginkona greinarhöfundar, Lilja Hjelm, Ingibjörg Kristjónsdóttir, Sigríður Guðmundsóttir, Þóra en föðurnafnið vantar, Jóhanna Olivers- dóttir og Hulda Ingvadóttir en þær kepptu íyrir ógiftar. ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ EHF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.