Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Síða 77

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2008, Síða 77
75 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2008 ábendingar um það sem upp á vantar. Aðdragandinn að stofnun deild- arinnar var sá að Svanfríður Krist- jánsdóttir í Artúni formaður Kvenfélags Hellissands og Jón Guðmundsson maður hennar hófu máls á stofnun kvennadeild- ar við nokltrar konur hér í þorp- inu. Þau hjón sáu um allan undir- búning ásamt Benedikt Bene- diktssyni sem var í stjórn Slysa- varnadeildarinnar Bjargar, sem var stofnuð í desember 1928. Ákveðið var að stofna kvennadeildina formlega og fá erindreka frá SVFI vestur. Nafn deildarinnar „Helga Bárðardóttur“ fannst eftir miklar umræður og heilabrot, Helga var stórbrotin kona og mikil hetja, fannst konum því við hæfi að yngja hana upp. Deildin var formlega stofnuð af 30 konum í Röst 14. mars 1966. Sjö þessara kvenna eru enn fé- lagar í deildinni, þær Ragnheiður Hjálmtýsdóttir sem var gerð að heiðursfélaga árið 2000, Guðríður Þorkelsdóttir, Jóhanna Davíðs- dóttir, Steinunn Kristjánsdóttir og Valdís Magnúsdóttir sem voru heiðraðar árið 2002, Helga Her- mannsdóttir sem var heiðruð á sjómannadegi 2007 og systurnar Auður og Þorbjörg Alexanders- dætur. Fyrstu stjórn skipuðu þær Guð- rún Danelíusdóttir formaður, Val- dís Magnúsdóttir gjaldkeri, Ólöf Jóhannsdóttir ritari, Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ragnheiður Hjálmtýsdóttir meðstjórnendur. Allir stofnfélagar borguðu 100 kr. sem stofngjald til deildarinnar auk 50 kr. árgjalds; Helga Hermanns- dóttir og Þórný Axelsdóttir voru endurskoðendur. Hannes Hafstein erindreki Slysavarnafélags íslands setti stofnfundinn og stýrði honum. Hann las upp lög Slysavarnafélags Islands sem deildin starfaði eftir þar til hún varð hluti af Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu, við tilurð þess árið 1999. Námskeið 1967 Umferðarfræðslan hefst, var fastur hluti af starfmu á hverju hausti næstu árin ýmist í skólanum eða í Líkn 1 1975 Byrjað að gefa börnum endurskinsmerki, hefur verið gert síðan. 1969 Stefán Jóhann Sigurðsson með fyrsta skyndihjálparnámskeiðið fyrir bæði kynin, haldin hafa verið 4 námskeið síðan; 1974, 84, 94 og 96. 1973 Námskeið í meðferð súrefniskúta. 1990 Sjómannaskólinn með námskeið hér . 1996 Barnfóstrunámskeið Rauða krossins haldið. 1997 Haldinn fyrirlestur um áfallahjálp í kjölfar snjóflóðanna fyrir vestan. Fundir, þing og önnur verkefni Fyrsti fulltrúi deildarinnar fer á Slysavarnaþing, það verið gert allar götur síðan ef aðstæður kvenna hafa leyft það. Eldri borgarar fá ókeypis aðstöðu í Líkn einn dag í viku fyrir félagsstarf. Deildin hefur tekið þátt í árvissu Kúttmagakvöldi í Röst fyrir eldri borgara frá 1994, með Lionsklúbbi Nesþinga og Leikfélagi Ólafsvíkur. Haldinn formannafundur hér undir yfirskriftinni, Fólk í fyrirrúmi. Kaffi og meðlæti fyrir sendinefnd frá SVFÍ og Gufuskálanefnd í Líkn. Saga félagsins send til SVFÍ vegna skráningar á starfinu um land allt. Slysavarnafélag íslands og Landsbjörg fá Gufuskálar fyrir fullkomna þjálfunarmiðstöð, starfsemin hefst formlega 2000. Landshlutamót unglingadeilda „Gagn og gaman“ á Gufuskálum, Deildir kvenna frá Reykjavík koma í heimsókn, kaffi og meðlæti fyrir hópinn í Líkn. Landsþing kvennadeilda á íslandi haldið á Gufuskálum, konur úr deildinni aðstoða á þinginu. Tekið á móti unglingum frá Irlandi. 1999 og 2000 fjáröflunardansleikur til að safna fyrir hljóðkerfi í Röst. 2000 Formannafundur á Gufuskálum. 2001 Kvennaþing á Gufuskálum, félagar frá Landsbjörgu komu. 2002 Boð á Bessastaði vegna heiðrunar þyrluflugmanna eftir Svanborgarslysið. 2003 Kaffihlaðborð í tilefni afhendingar gjafar til björgunarsveitanna Bjargar og Sæbjargar auk björgunarbátsins frá aðstandendum Svanborgar SH. 2006 Afmælishóf á Hótel Hellissandi 2007 Kaffihlaðborði ásamt Sumargjöf í tilefni nafngiftar Lífsbjargar og fyrstu skóflustungu að nýju húsi við Rifshöfn. Kvennaþing á Gufuskálum. 2008 Konum boðið að kaupa merktar flíspeysur, greiddar niður með afmælisgjöf frá Landsbjörgu Fyrsta stjórn félagsins. F.v. Ragnheiður, Inga, Dúna og Lóa. 1967 1990 1995 1996 1997 1997 1998 1999
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.