Skógræktarritið - 15.05.2003, Síða 25

Skógræktarritið - 15.05.2003, Síða 25
Lokaorð Greinarhöfundur við sitkagreni og lerki, gróðursett 15 árum áður. Ljósm: Sveinn Kristjánsson. grenið hefur verið mikið notað sem jólatré og er það mjög barr- heldið ef rétt er farið að. Einnig hefur sitkagrenið skilað mestu viðarmagni þó að það hafi aldrei verið sérstakt markmið. Fyrstu árin var gróðursett þó nokkuð af rauðgreni en veðráttan á þessu svæði virðist ekki henta rauðgreni, það vex mjög lítið en lifir þó, vex eins og runnar en nær ekki að teygja sig upp fyrr en skjól hefur myndast frá öðrum trjám. Talsvert var gróðursett af berg- furu á fyrstu árunum og var góður vöxtur í henni í allt að 40 ár og voru þá komnir margir fallegir lundir af henni. Fyrir um 10-15 árum fór að bera á drepi í berg- furunni og nú er svo komið að flestir lundirnir er orðnir mjög ljótir eða alveg búnir að vera. Það var vissulega mjög sárt að þurfa að horfa upp á heilu svæðin hverfa og sjá handaverk nemenda verða að engu. Nokkuð var gróðursett af stafa- furu á fyrstu árunum og frá 1975 er hún eina furutegundin sem nú er gróðursett og hefur hún yfir- leitt staðið sig mjög vel. Stafafur- an hefur heilmikið verið notuð sem jólatré. Rauðgreni að teygja sig upp, sitkagreni í bakgrunni. Ljósm: ]ón Freyr. Á fyrstu árunum var sett niður mikið af skógarfuru en í hana kom sveppur sem eyddi henni að mestu, en þó eru nokkur tré sem lifðu af og eru þau á nokkrum stöðum í landinu. Fyrir 25 árum voru fengnar 100 broddfurur frá Hallormsstað og þeim valinn staður í landinu sem þótti líklegur til að henta þeim vel og var sérlega vandað til gróðursetningarinnar. Þessar plöntur uxu hægt en voru mjög fallegar. En fyrir nokkrum árum kom eitthvað fyrir þær og er sá reitur nú alveg horfinn. Lerki var lítið gróðursett nema fyrstu árin og í kuldahretinu vorið 1963 drápust flest lerkitrén en nokkur lifðu af og eru nú þau hæstu orðin tæplega 10 m. En frá 1980 hefur verið gróðursett allmikið af lerki og hefur það vaxið vel. Nokkrar aðrar tegundir hafa verið gróðursettar í litlu magni eins og t.d. aspir, alaskavíðir, rifs og reyniviður. Nú þegar þessi grein er skrifuð eru liðin 50 ár sfðan fyrsta gróð- ursetningarferðin var farin. Það eru því góð tímamót til að líta til baka og velta fyrir sér hver árang- urinn hefur verið af þessu starfi. Það er ljóst þegar landið er skoðað hve mikil breyting hefur orðið á gróðrinum. Stór svæði eru skógivaxin og því mjög skjól- sælt þar sem áður var næðingur og gróðurlausir melar hafa gróið upp. Það verður að hafa í huga þeg- ar árangur af trjáræktinni er skoð- aður að verkamennirnir eru börn- in í skólanum og kennararnir í frí- tíma sínum að vinna f landi sem þeir eiga ekki nema á meðan þeir dvelja eða vinna í skólanum. Þá má benda á að mikill tími og kostnaður hefur farið f að halda við húsinu. Gerðar hafa verið vandaðar kennsluáætlanir fyrir hvern ár- gang skólans til að vinna eftir og kennarar eru í stöðugri endur- menntun f ýmsum þáttum nátt- úrufræðinnar sem getur tengst kennslunni í Katlagili. Það sem er því mest virði eru þau tækifæri sem nemendur og kennarar Laugarnesskóla hafa fengið við ræktunarstarfið, útiver- una og náttúruskoðunina um leið og landið hefur verið verulega bætt. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.