Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 29
'---V'Vc
mikli" á tungu innfæddra At-
habaska-indíána. Næsti hluti
ferðarinnar var fólginn í þvf að
skoða svæðið suður af Anchora-
ge og Kenaiskagann. Þar er gróð-
urfar gjörólfkt þvf sem gerist inn í
landi, og veðrátta mun líkari þvf
sem við þekkjum í nálægð við
hafið. Þaðan höfum fengið mik-
inn efnivið til ræktunar hér á
Iandi og skoðuðum við marga
staði á skaganum sem ræktunar-
fólk kannast við eins og Kenai-
vatn, Homer og Seward. í hafnar-
bænum Seward skildu sfðan leið-
>r og hluti hópsins tók sér far
með lystiskipinu Sea Princess inn
Prince Williams flóann og áfram
suður með strönd Alaska til
Vancouver í Kanada. Þar gafst
færi á að skoða strandgróður
Alaska, ásamt því að komast til
Skagway og skoða stafafuru- og
fiallaþinskógana þar.
DRAUMURINN UM ALASKA
En hvað er það sem dregur stór-
an hóp skógræktarfólks yfir hálf-
an hnöttinn í svona leiðangur?
Ástæða þess er væntanlega flest-
um lesendum Skógræktarritsins
ljós, enda hefur verið fjallað um
Alaska á síðum þess allt frá árinu
1934. Þá skrifar Hákon Bjarnason
fyrst um þá möguleika sem hann
taldi fólgna í því að sækja þang-
að trjátegundir til ræktunar hér-
lendis („Framtfðartré fslenskra
skóga"). Þá spáði Hákon því að í
framtíðinni „gæti t.d. sitkagrenið
klætt suðurströnd landsins og
Vestmannaeyjar, en [ hvftgrenið]
og jstafafuran) gæti fyllt dali
Norðurlands". Síðan þá hefur
Alaska verið fyrirheitna landið í
hugum íslensks skógræktarfólks.
Þangað hefur verið farið f margar
WARNING
Fe ^ f: Odoí's Attract Bears!
Á-:.
Skógarbirnir eru algengira pessum slooum. Þeir geta oröið afar storvaxnir,
ekki síst nærri ströndinni par sem meiri fæðu er að hafa. Þessi björn varð á
vegi okkar í Denali-þjóðgarðinum, en þar voru þeir að úða í sig berjum, enda
skamrrit í að þeir leggist í vetrarhíðið. Mynd: |GP.