Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 32
Frumbyggiar komu til Alaska um landbrú yfir Beringssund frá Norðaustur-Asíu.
Fjórir meginhópar frumbyggja settust hins vegar að í Alaska og sjást þau svæði,
sem þeir byggðu, með mismunandi litum á kortinu á myndinni sem ertekin á
frumbyggjasafni í Anchorage. Mynd: |GP.
í ferðina fóru 73 áhugasamir þátttakendur. Hér er hópurinn í upphafi
ferðar, í fjarska sést í Mt. Denali, hæsta fjall N-Ameríku.
jökulsporðurinn hvelfist í sjó fram við botn College-fjarðar. Mynd: AS.
hafi verið blómleg á sínum tíma,
hver náttúruauðlindin á fætur
annarri hefur uppgötvast í
Alaska. Hvalveiðar tóku við af
skinnaiðnaðinum; þá umfangs-
mikill fiskiðnaður sem byggðist á
laxgengd ánna; gull, sem setti
allt á annan endann þegar það
fannst, meðal annars í Klondike
og Nome; mikið skógarhögg í
strandhéruðunum og loks olían
sem fannst um 1970 í Prudhoe-
flóa við íshafsströnd Norður-
Alaska. Að undanskildum hval-
veiðunum eru þetta allt undir-
stöðuatvinnuvegir í Alaska í dag,
þó segja megi að olíuvinnslan
skipti mestu máli nú enda skilar
hún um 80% útflutningstekna
fylkisins.
Landbúnaður hefur af og til
verið reyndur í Alaska, og stund-
um með stórtækum áætlunum
og nýtísku tækni sem jafnharðan
runnu út í sandinn. Þessi árin er
afar lítill landbúnaður stundaður
þar að undanskildum smábúskap
í Matanuskadalnum. Þótt víða
séu hagstæð skilyrði til landbún-
aðar (m.a. þroskast þar hveiti) þá
er hann ekki samkeppnisfær við
hin stóru landbúnaðarhéruð
Kanada og Bandarfkjanna og
samgöngur bæði með skipum,
lestum og flugi gera kleift að
flytja nær alla matvöru þangað
norður á hagkvæmari hátt. Að
vísu kom upp sú staða á meðan
við dvöldum þarna að flugbann í
7 daga í kjölfar hryðjuverkanna
11. september hafði þær afleið-
ingar að mjólkurvara var á þrot-
um. Þá merkilegu frétt heyrðum
við þó, að á síðustu árum hafi
verið nokkur innflutningur
bændafólks frá Rússlandi og Sí-
beríu og væri það að hefja eins
konar nýtt landnám með sjálfs-
þurftarbúskap af gamla taginu.
í dag eru íbúar Alaska þó ein-
ungis um 600 þúsund. Um helm-
ingur þeirra býr í Anchorage, en
um 30 þúsund í höfuðborg ríkis-
ins, Juneau. Því er ekki hægt að
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003