Skógræktarritið - 15.05.2003, Síða 33
segja annað en þessir 15 þúsund
ferkílómetrar séu afar strjálbýlir.
SKÓGAR ALASKA
Segja má að skógar Alaska
skiptist í tvær megingerðir. Ann-
ars vegar er það hinn tempraði
regnskógur sem vex á tiltölulega
mjórri strandræmu, frá Kodiak-
og Afognak-eyju í vestri meðfram
allri Kyrrahafsstrandlengjunni
um Prince William flóa til Suð-
austur-Alaska. Þar eru helstu trjá-
tegundirnar sitkagreni (ríkistré
Alaska) og tvær þallartegundir,
marþöll og fjallaþöll ásamt
urmul af öðrum trjá- og runna-
tegundum. Hin megin-skógar-
gerðin er hinn norðlægi barr-
skógur sem vex um mestallt meg-
inland Alaska, þar sem hvítgreni,
svartgreni, nöturösp og næfur-
björk eru ríkjandi tegundir.
Skógur sem nýtanlegur er til
timburframleiðslu er að meiri-
hluta (51%) í eigu alríkisstjórnar-
innar. Alaská-rfki, sveitarfélög og
háskólar eiga til samans um
fjórðung skóglendis og annar
fjórðungur er í eigu fyrirtækja í
eigu frumbyggja. Aðeins 0,4%
skóga eru í einkaeign. „Nýtanleg-
ir" skógar eru ekki endilega „nýtt-
ir" til timburframleiðslu. Segja
má að nýting skóga til timbur-
vinnslu takmarkist í dag við regn-
skógabeltið meðfram suður-
ströndinni, á löndum frumbyggja.
Helsta verðmæti skóga Alaska
felst í að vera búsvæði fjöl-
breyttrar fánu spendýra, fugla og
fiska. Raunar er það hin gífurlega
líffræðilega fjölbreytni dýrateg-
unda f Alaska sem mesta undrun
vekur hjá íslendingi. Fjöldi villtra
spendýrategunda ert.d. 23, fjöldi
fuglategunda yfir 400 og fjöldi
laxategunda sex. Árnar eru á
haustin fullar af laxi og virtist
okkur að í sumum ánna væri að
finna meira af laxi en vatni!
Raunar hafa laxagöngur slegið öll
met hin síðari ár, sem talið er
stafa m.a. af aukinni vernd hrygn-
Barbara Kalen leiðbeinir ís-
lendingum í stafafuruskóg-
inum norðan Skagway. Bar-
bara hefur annast söfnun á
stafafurufræi á Skagway um
árabii fyrir íslendinga. Hún
hefursafnað með eigin
hendi stórum hluta þeirrar
stafafuru sem hér hefur
verið ræktuð. Mynd: BB.
Fjölbreyttur fléttugróður
undir stafafuru í Skagway.
Mynd: AS.
Hopandi jökull í Glacier
Bay. Á myndinni má sjá
sitkaöl (AInus sinuata)
nema land í kjölfar hops
jökulsins. Mynd: AS.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
31