Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 38

Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 38
Svangar fiðrildalirfur geta étið mikið lauf og hreinsa stundum allt lauf af trjánum, vorhret geta eyðilagt lauf, sterkur vindur getur skaðað lauf og að lokum eru sveppir sem sérhæfa sig f að drepa nálar hýsiltrjáa sinna og valda því að þær drepast og falla ofsnemma. Þessir barrfellisvepp- ir fást fyrst og fremst við nálar barrtrjáa og verða til þess að tréð sem fyrir árásinni verður losar sig við sýktar nálar og þær falla af trénu og kallast það nálafallssýki (á ensku „needle cast"). Hérlend- is hefur ekki enn verið gerður greinarmunur á nálafallssýki og því sem á ensku heitir „needle blight" eða náladauði þegar nál- arnar drepast en detta ekki strax af heldur hanga nokkurn tíma dauðar á sinni grein. Barrfelli- sveppir vaxa einungis í nálum og skaða því hvorki börk né sjálfar greinar trjánna en fylgja síðan með er dauðar nálarnar falla til jarðar. Efst í nálabreiðu skógar- botnsins ljúka margir barrfelli- sveppir lífsferli sínum og mynda gró sem geta, séu aðstæður rétt- ar, smitað nýjar nálar og tryggt viðgang sveppsins. Þessir sveppir eru nokkuð hýsilvandir og halda sig við sína hýsla. Fyrsti barrfellisveppurinn sem fannst hérlendis var furufleiður, Cyclaneusma minus, er veldur furubarrfellisýki hjá skóg- arfuru og bergfuru auk fleiri teg- unda furu. Hann fannst árið 1994 en hefur örugglega vaxið hér all- lengi áður en hans varð vart (sjá GuðríðurGyða Eyjólfsdóttir 1998, Guðmundur Halldórsson o.fl. 2001). Nálará rauðgreni og blá- greni drepur grenibarrfellisvepp- urinn, Rhizosphaera kalkhoffii, sem fannst fyrst á Suðurlandi og Vest- urlandi sumarið 1999 en virðist nokkuð útbreiddur um landið þótt hann valdi sjaldnast umtals- verðu nálafalli (Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir o.fl. 1999, Guð- mundur Halldórsson o.fl. 2001). Þá er komið að lerki, en rússa- lerki, Larix siherica, kvæmi frá Rússlandi og Sfberíu (síber- íulerki), er sú tegund barrtrjáa sem hvað mest er ræktuð hér- lendis. Það var sumarið 1999 að barr féll í stórum stíl af lerki á Suður- landi og fannst þar lerkibarrfelli- sveppurinn, Meria laricis, í fyrsta sinn hérlendis . Sá sveppur hefur síðan látið nokkuð að sér kveða á Suðurlandi (Guðrfður Gyða Eyj- ólfsdóttir o.fl. 1999, Guðmundur Halldórsson o.fl. 2001) og sumar- ið 2002 einnig víða á Austurlandi. Þar sem hans hefur orðið vart í gróðrarstöðvum hefur honum verið haldið niðri með varnarefn- um. Nálar sem M. laricis sýkir missa græna litinn og fölna og visna allar en eftir að neðsti hluti nálarinnar sýkist fellur hún fljót- lega af trénu (Mynd 1). Óþekkt blaðögn á dauðum nálum síberíulerkis í Mjóa- nesi Sumarið 1999 varð vart við nálafall og dauðar brúnar nálar á lerki í reit f Mjóanesi rétt norðan Hallormsstaðar en þetta lerki hafði farið illa út úr barrviðarátu eftir vorhretið 1993 (Þröstur Ey- steinssono.fi. 1994)ogvarþá talið rússalerki upprunnið í Ples- etsk en nú segir Sigurður Blöndal það vera síberíulerki af óþekktum uppruna. í sýni af lifandi barri af þessu lerki haustið 1999 fannst reyndar smávægileg sýking af völdum M. laricis á nokkrum nálum en lerki- barrfellisveppurinn var ekki söku- dólgurinn sem drap nálarnar, það var of þurrt fyrir hann. Þarna var því greinilega um annan svepp að ræða, svepp sem drap nálarn- ar án þess að þær féllu strax af. Það var hins vegar ekki hlaupið að því að greina sveppinn því hann hafði ekki myndað gró sem hægt væri að nota til að greina hann til tegundar. Þegar sýkt barr var skoðað voru einkenni nála, sem ennþá voru grænar, örlitlir svartir hnúðar í nokkurn veginn tvöfaldri röð langsum eftir nálinni, undir loftaugum sitt hvorumegin við miðstrenginn. Þetta virtust vera askhirslur svepps sem ennþá voru það ungar að engin gró höfðu myndast innan í þeim. Skoðun á sýni úr sverði bar eng- an árangur og segir ekki frekar af svepp þessum fyrr en í ágúst 2000. Þá var farin skoðunarferð um austanvert og sunnanvert landið í því skyni að kanna út- breiðslu og skaðsemi trjásjúk- dóma (Guðmundur Halldórsson o.fl. 2001). Þann 29. ágúst var lerkireiturinn í Mjóanesi skoðað- ur og safnað lifandi greinum með lifandi grænum nálum og hang- andi brúnum, dauðum nálum á stuttsprotunum. Nálarnar verða brúnar og drepast en detta ekki strax af og því eru brún nálaknippi á greinunum í bland við lifandi grænar nálar (Mynd 2). Ýmist drepast svo að segja allar nálar stuttsprota eða aðeins elstu nálarnar en þá er grænn brúskur lifandi nála fremst á stuttsprota en þær dauðu lafa neðst á sprotanum. Þar sem ekki höfðu fundist þroskuð æxlunar- færi sveppsins í fyrra á lifandi greinum þá voru nálar úr efstu lögum svarðar teknar og seinna leitað að þroskuðum askhirslum á nálum frá fyrra ári. Svo fór að á nálum úr svarðar- sýni sem sennilega voru frá fyrra ári fundust nokkrar vel þroskaðar askhirslur með öskum og askgró- um. Það var hins vegar afar lágt hlutfall hirslna sem voru þroskað- ar í lok ágúst, hirslur sem lfklega höfðu orðið seinar til því næstum allar hirslur voru tómar og höfðu líklega skotið gróum sfnum fyrr um sumarið og sýkt nálarnar sem nú héngu dauðar á trénu. Askhirslur, askar og gró þóttu 36 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.