Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 44

Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 44
Ellfðavatn — Framtíðarhugmynd. Mynd 2. Teikning af Elliðavatnsbæn- um, eftir Þór Sandholt arkitekt, sem birtist í bæklingnum árið 1941, sýnir að framtíðarmynd frumkvöðlanna var skýr. Þór var skólastjóri Iðnskólans 1954- 1979. Stofnun Heiðmerkur Friðun Heiðmerkur og ræktun útivistarskóga þar á sér liðlega hálfrar aldar sögu. Hugmyndin um friðun svæðisins er fyrst reifuð af Hákoni Bjarnasyni skóg- ræktarstjóra í ferðalýsingu hans frá 19351. Stjórn Skógræktarfélags íslands fylgdi málinu fast eftir og á sumardaginn fyrsta árið 1941 var bæklingur- inn „Heiðmörk FRIÐLAND REYKVÍKINGA OFAN EL- LIÐAVATNS" seldur og ágóðinn notaður til þess að kaupa girðingarefni. Meðal efnis í bæklingnum er ávarp stjórnar Skógræktarfélags íslands til Reykvík- inga. Þar kemur eftirfarandi framtíðarsýn fram: „Frið- un Elliðavatns, Hólmshrauns (og síðar Hjallanna og Löngubrekkna) er mál, sem alla Reykvíkinga varðar". „Land þetta á að vera friðland og skemmtistaður, Reykvfkingum til andlegrar og líkamlegrar hressingar, jafnframt því, sem skógurinn mun klæða það að nýju"2. Á elleftu stundu var nafnið Heiðmörk prentað með rauðu letri á forsíðu. Mun nafngiftin komin frá Sigurði Nordal. Fjársöfnunin gekk vel og „var efnið keypt um leið og það var fáanlegt"3. Leið nú og beið, að mörgu þurfti að hyggja og afla þurfti stuðnings við málið víða. Eignarhald á Iandi var margslungið og m.a. voru samþykkt lög á Alþingi árið 1942, þar sem bæjarstjórn Reykjavíkur var veitt heimild til þess að taka eignarnámi spildu úr landi Vatnsenda. Skógræktarfélag Reykjavfkur var stofnað 1946 og kom það strax f hlut þess að vinna að framgangi málsins. Nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins, Einar G. E. Sæmundsen, tók málið upp á sfna arma 4 og f mars 1947 samþykkti bæjarstjórn tillögu borgarstjóra um að gera þá þegar nauðsynlegar ráðstafanir til frið- unar Heiðmerkur. Heiðmörk var opnuð almenningi við hátíðlega at- höfn þann 25. júnf árið 1950. Við það tækifæri inn- siglaði þáverandi borgarstjóri, GunnarThoroddsen, samstarf Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem enn stendur. Frá því að Hákon Bjarnason reifaði hugmyndina um friðun þessa lands og hagnýtingu þess til útivist- ar fyrir bæjarbúa og þangað til hún varð að veruleika liðu 15 ár. í dag getum við ekki annað en dáðst að framsýni og eftirfylgni þeirra manna sem áttu hvað mestan þátt í að koma Heiðmörk á laggirnar. Auk Há- konar voru þar fremstir í flokki Einar G. E. Sæmund- sen, Guðmundur Marteinsson og bæjarstjórn Reykja- víkur sem veitti málinu brautargengi.5 Nú er mjög f tísku, í okkar heimshluta, að tala um þriðju leiðina sem nýja lausn f samfélagsmálum. Inn- tak þriðju leiðarinnar er einmitt að fela frjálsum fé- lagasamtökum ákveðin verkefni, líkt og gert var með friðun Heiðmerkur fyrir liðlega hálfri öld. Ástæða er til að fagna auknum skilningi á gagnsemi þessa fyrir- komulags. í upphafi náði friðlandið til Hólmshrauns, Elliða- vatnsheiðar og hluta Vatnsendalands og flatarmál var þá 1350 ha. Með samningi við ríkisspítalana árið 1957, um 950 ha spildu úr landi Vífilsstaða, stækkaði Heiðmörkin í 2300 ha. Loks fól borgarstjórn Reykja- víkur Skógræktarfélagi Reykjavfkur varðveislu jarðar- innar Elliðavatns árið 1964. Eftir þá stækkun hefur Heiðmörkin verið talin 2812 ha. Þá eru Rauðhólar innan Heiðmerkurgirðingarinnar. Þeir voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1961 og sem fólkvangur 1974. Rauðhólar lúta sérstakri stjórn og þvf er flatarmál þeirra sjaldnast reiknað með, þegar fjallað er um Heiðmörk. 42 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.