Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 45
alaskaösp
BERGFURA
BLAGRENí
gren/
I lmbjörk
lerk/
Rauðgren/
STAFAFURA
sitkagreni
skogarfura
V/Ð/R
SJALFSADB/RK/
kjarr
Kortlagning Heiðmerkur
Mynd 3. Kort sem sýnir núverandi útbreiðslu
skóga á Heiðmörk.
Kortlagning Heiðmerkur á sér
nokkurn aðdraganda. í tengslum
við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur,
óskaði þáverandi forstöðumaður
Borgarskipulags, Þorvaldur S.
Þorvaldsson, eftir því að Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur og Skóg-
ræktarfélag íslands gerðu úttekt á
náttúrufari svæðisins og kort-
legðu skóginn. Verkið var kostað
af Borgarskipulagi og Orkuveitu
Reykjavfkur. Meginmarkmið þess-
arar vinnu var að safna upplýs-
ingum fyrir deiliskipulag svæðis-
ins en einnig að verða leiðbein-
andi fyrir starfið á Heiðmörk á
næstu árum.
Lýsing á verkefni
Hugmyndafræði verkefnisins
var mótuð af greinarhöfundum,
ásamt samstarfsmönnum þeirra
Brynjólfi lónssyni og Jóni Geir
Péturssyni, Þá var haft samráð
við Vigni Sigurðsson fram-
kvæmdastjóra Skógræktarfélags
Reykjavíkur.
Vinna í felti og verkefnisstjórn
var á höndum Einars Gunnars-
sonar en um tölvuvinnslu sá
Skarphéðinn Smári Þórhallsson.
Kortlagning hófst á miðju sumri
2001 og lauk í október 2002. Unn-
ið var í kortlagningu þegar tími
og veður leyfðu. Skráðar vinnu-
stundir voru 395 í feltvinnu og
426 í tölvuvinnslu. Auk þess fór
talsverður tfmi í fundi, kynningu,
og annað amstur vegna verkefn-
isins.
Við kortlagningu voru notaðar
stafrænar, uppréttar litloftmynd-
ir, frá ísgraf ehf, teknar sumarið
1997. Vegna stærðar Heiðmerkur
var ákveðið að skipta skógræktar-
svæðunum í 24 reiti, A-V, sem af-
markast af vegum, stígum, jarð-
myndunum eða öðrum land-
fræðilegum mörkum. Gengið var
um svæðið með loftmynd, auk
nauðsynlegs búnaðar og mis-
munandi skógargerðir afmarkað-
ar f teiga, sem mynda fláka.1 Upp-
lýsingar um hvern teig voru
skráðar á sérstakt eyðublað.
Utan skógræktarsvæða var
landið flokkað eftir jarðmyndun-
um, gróður- og jarðvegsgerð
og/eða landnotum.
Allar þessar upplýsingar voru
færðar inn í gagnagrunn og
tengdar áðurnefndum loftmynd-
um Með þessu móti er mögulegt
að taka saman og setja fram á
korti, eða í töflu, þær upplýsingar
sem safnað hefur verið og birta
mismunandi flokka með ólíkri
þekju. Annar ótvíræður kostur er
að sífellt má uppfæra og bæta
við nýjum upplýsingum inn á
grunninn. Einnig er hægt að gera
fjölmargar fyrirspurnir í gagna-
grunninn og birta upplýsingar,
ýmist tölulegar eða sem þema-
kort.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
43