Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 48
Sitkagreni verður að teljast sú
tegund sem gefur besta raun á
Heiðmörk og eina tegundin sem
hefur náð 12 metra yfirhæð eða
meiri. Það er með ólíkindum
hversu vel það dafnar á jafn rýru
landi og þar er. Sitkagreni og
sitkablendingur eru þær tegundir
sem helst má vænta að gefi not-
hæfan borðvið. Hæðardreifing er
jafnan talsverð í sitkagreniteigum
og aðrar tegundir gjarnan inn-
blandaðar.
Nokkuð öðru máli gegnir um
stafafuru. Elstu teigar hennar eru
oft allt of þéttir, hæðardreifing er
lítil, og sjálfgrisjun því ekki raun-
hæfur möguleiki. í svona teigum
eru engir kostir góðir. Án grisjun-
ar er nánast gefið að mikið verð-
ur um snjó- og vindbrot. Óvarleg
grisjun við þessar aðstæður gerir
það að verkum að trjánum er
meira hætt við stormfalli fyrst á
eftir. Hér er ráðlegast að grisja
oft, en lítið f einu. Flestir stafa-
furureitir, sem svona er komið
fyrir, eru afar litlir. Stafafuran
virðist hafa meiri tilhneigingu til
þess að drepa af sér samkeppni.
Yngri stafafuruteigar eru ekki
nándar nærri eins þéttir og hinir
eldri en eru stórir að flatarmáli.
Mynd 6
Brýnt er að grisja þessa teiga og
höggva sem mest af þeim í jóla-
tré. Þá má endurgróðursetja aðr-
ar tegundir, sem furan hefur búið
í haginn fyrir. Það er mat greinar-
höfunda að stafafura sé hvorki
vænleg til viðarnytja né útivistar-
skóga, nema með mikilli og
stöðugri umhirðu og helst í
bland við aðrar tegundir.
Fágætar trjátegundir
Tegundir, sem hafa mjög tak-
markaða útbreiðslu, koma af
eðlilegum ástæðum lítið við
sögu í kortlagningu sem þessari.
Hér skulu þær helstu nefndar:
Ilmreynir, elri (a.m.k. 3 teg.) selja,
Tafla 1
álmur, blæösp, þöll, hvítþinur,
fjallaþinur, broddfura, bergfura,
fjallafura, hvítgreni, svartgreni,
kínagreni og broddgreni.
Viðarvöxtur
í töflunni hér að ofan eru
dregnar fram niðurstöður mæl-
inga á viðarvexti og grisjunarúr-
taki (um 10 m háum sitkagreni-
teig (A 3.0) vestan við minnis-
varðann um Einar G. E. Sæmund-
sen. Mælingarnar voru gerðar af
Einari Gunnarssyni og Guðmundi
Erni Árnasyni skógfræðingi, sam-
hliða grisjun haustið 2001.
Æskilegt væri að framkvæma
fleiri slíkar mælingar, í ólíkum
skógargerðum, til þess að kanna
frekar viðarvöxt og hversu mikið
fellur til af efni við grisjun.
Grisjun
Grisjun og umhirða skógarins á
Heiðmörk eru, ásamt aðstöðu-
sköpun fyrir gesti og gangandi,
brýnustu viðfangsefnin þar næstu
áratugina. Á mynd nr. 9 má sjá
niðurstöður úttektar á brýnustu
grisjunarverkefnum sem æskilegt
væri að ljúka innan tíu ára.
Ef yfirhæð skógarteiga, sem
hafna í 1. forgangsröð, er skoðuð,
46
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003