Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 54

Skógræktarritið - 15.05.2003, Page 54
Fagran septemberdag í fyrrahaust gekk ég upp með Varm-ánni, inn svonefndan Húsadal í Mosfells- bæ. Húsadalur er innan við Suður- Reyki, austur af meginþéttbýli Mosfellsbæjar. Fyrrum voru beit- arhús í dal þessum og mun dal- urinn draga nafn sitt af þeim. Varmáin á upptök f tveim vötn- um; Borgarvatni sem er beint norður af Þormóðsdal og austan Reykjaborgar sem víða sést og Bjarnarvatni sem er um 2 km austar og enn ofar í landinu. Landið er mjög fjölbreytt, skipt- ast á valllendisgrundir og mýrar en ávalar fjallshlíðar eru prýddar smáklettum, móagróðri og gróð- urlitlum melum. Skömmu áður en ég kom að Bjarnarvatni, rakst ég á birki- hríslu, sem sjá má á myndinni. Fundarstaðurinn er í yfir 200 metra hæð yfir sjávarmáli og langt frá byggð. Vinstra megin á myndinni má sjá Reykjaborg (286 m h.y.s.) og fyrir miðju er Úlfarsfell (295 m h.y.s.). Mér er það ráðgáta hvernig þessi birkiplanta hefur náð að festa sig þarna við lækinn sem rennur úr Bjarnarvatni. Alltaf er gaman að velta fyrir sér mögulegum skýringum. Næstu birkiskóglendi, f grennd við fundarstaðinn, eru f Katlagili í Helgadal norður af fundarstað og í sumarbústaðalöndum neðst f Húsadal vestur af fundarstað. Birkihrfslan hefur e.t.v. vaxið af fræi sem borist hefur frá öðru hvoru áðurnefndra svæða. Nú eru austlægar áttir ríkjandi í Mos- fellsbæ sem og á öllum Reykja- nesskaganum sem mælir frekar á móti þessari skýringu. Fyrir nokkrum árum fór ég með töluvert af birkifræi, sem ég hafði safnað f Mosfellsbæ eitt frábært fræhaust og dreifði um mosa- þembur og jaðra milli mela og mýra um austanvert Reykjafjallið. Engan sýnilegan árangur hefi ég enn séð af því starfi en svæðið þarf að skoða betur við fyrstu hentugleika. Hugsanlegt er að birkifræ hafi lent í goggi fugls, sem síðan hef- ur tyllt sér við friðsælan lækjar- bakkann og skilað þar fræinu aft- ur ásamt dálitlum áburði til nátt- úrunnar. Mögulegt er að einhver hafi plantað þessari birkiplöntu en ekki er það líklegt, þar sem fund- arstaðurinn verður að teljast nokkuð afskekktur. Fjórða tilgátan gæti verið að þarna hafi hjarað birkileifar sem eru að stinga upp kollinum eftir að beitarálagi sauðfjár var aflétt. Fróðlegt verður að fylgjast með þroska birkiplöntunnar, en hún var nálægt hálfsmetra há þennan fagra septemberdag og mjög fal- leg. Landið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru á landnámsöld sem breyttist á næstu öldum, fyrst og fremst vegna rányrkju. Heimildir geta þess að skógarleifar hafi ver- ið á stöku stað á Mosfellsheiði fram yfir aldamótin 1700. Þeirri sögu geri ég e.t.v. skil við tæki- færi. 52 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.