Skógræktarritið - 15.05.2003, Qupperneq 54
Fagran septemberdag í fyrrahaust
gekk ég upp með Varm-ánni, inn
svonefndan Húsadal í Mosfells-
bæ.
Húsadalur er innan við Suður-
Reyki, austur af meginþéttbýli
Mosfellsbæjar. Fyrrum voru beit-
arhús í dal þessum og mun dal-
urinn draga nafn sitt af þeim.
Varmáin á upptök f tveim vötn-
um; Borgarvatni sem er beint
norður af Þormóðsdal og austan
Reykjaborgar sem víða sést og
Bjarnarvatni sem er um 2 km
austar og enn ofar í landinu.
Landið er mjög fjölbreytt, skipt-
ast á valllendisgrundir og mýrar
en ávalar fjallshlíðar eru prýddar
smáklettum, móagróðri og gróð-
urlitlum melum.
Skömmu áður en ég kom að
Bjarnarvatni, rakst ég á birki-
hríslu, sem sjá má á myndinni.
Fundarstaðurinn er í yfir 200
metra hæð yfir sjávarmáli og
langt frá byggð. Vinstra megin á
myndinni má sjá Reykjaborg
(286 m h.y.s.) og fyrir miðju er
Úlfarsfell (295 m h.y.s.).
Mér er það ráðgáta hvernig
þessi birkiplanta hefur náð að
festa sig þarna við lækinn sem
rennur úr Bjarnarvatni.
Alltaf er gaman að velta fyrir
sér mögulegum skýringum.
Næstu birkiskóglendi, f grennd
við fundarstaðinn, eru f Katlagili í
Helgadal norður af fundarstað og
í sumarbústaðalöndum neðst f
Húsadal vestur af fundarstað.
Birkihrfslan hefur e.t.v. vaxið af
fræi sem borist hefur frá öðru
hvoru áðurnefndra svæða. Nú eru
austlægar áttir ríkjandi í Mos-
fellsbæ sem og á öllum Reykja-
nesskaganum sem mælir frekar á
móti þessari skýringu.
Fyrir nokkrum árum fór ég með
töluvert af birkifræi, sem ég hafði
safnað f Mosfellsbæ eitt frábært
fræhaust og dreifði um mosa-
þembur og jaðra milli mela og
mýra um austanvert Reykjafjallið.
Engan sýnilegan árangur hefi ég
enn séð af því starfi en svæðið
þarf að skoða betur við fyrstu
hentugleika.
Hugsanlegt er að birkifræ hafi
lent í goggi fugls, sem síðan hef-
ur tyllt sér við friðsælan lækjar-
bakkann og skilað þar fræinu aft-
ur ásamt dálitlum áburði til nátt-
úrunnar.
Mögulegt er að einhver hafi
plantað þessari birkiplöntu en
ekki er það líklegt, þar sem fund-
arstaðurinn verður að teljast
nokkuð afskekktur.
Fjórða tilgátan gæti verið að
þarna hafi hjarað birkileifar sem
eru að stinga upp kollinum eftir
að beitarálagi sauðfjár var aflétt.
Fróðlegt verður að fylgjast með
þroska birkiplöntunnar, en hún
var nálægt hálfsmetra há þennan
fagra septemberdag og mjög fal-
leg.
Landið var skógi vaxið milli
fjalls og fjöru á landnámsöld sem
breyttist á næstu öldum, fyrst og
fremst vegna rányrkju. Heimildir
geta þess að skógarleifar hafi ver-
ið á stöku stað á Mosfellsheiði
fram yfir aldamótin 1700. Þeirri
sögu geri ég e.t.v. skil við tæki-
færi.
52
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003