Skógræktarritið - 15.05.2003, Side 57
Sigurður Blöndal
nú í Barðastrandarsýslum
M'iðan ég var fyrir sunnan fór
eg nokkrum sinnum tii Vestfjarða
að skoða gróðursetta skógarreiti
og birkiskóglendi og hitta skóg-
ræktarfólk. Þar af eina ferð gagn-
gert til þess að skoða reynivið í
Barðastrandarsýslum (sjá Skóg-
rœktarritið2000, l.tbl.). Þessar
ferðir voru farnar í júní og sept-
ember 1980, júlí 1982, júlí 1983,
júlí 1985, ágúst 1988 og október
1989. Haukur Ragnarsson skóg-
arvörður fylgdi mér í þeim ölium,
nema í júní 1980, júlí 1985 og
ágúst 1988.
Mig hafði lengi langað til að
koma afturtil Vestfjarða og
heimsækja sem flesta staðina,
sem ég kom á í hinum fyrri ferð-
um. Tækifærið bauðst eftir sam-
tal við Sæmund Þorvaldsson á
Læk í Dýrafirði veturinn 2002.
Sæmundur bauðst til að fara
með mig um Vestfjarðakjálkann
sumarið 2002. Sú ferð var farin
19.-22. ágúst 2002 f boði Skjól-
skóga á Vestfjörðum. Fyrir mig
var hún hreinasta ævintýri, og fæ
ég aldrei fullþakkað Sæmundi
fyrir þá vinsemd og rausn að aka
með mig frá Berufirði í A-Barða-
strandarsýslu til Mjóafjarðar í N-
ísafjarðarsýslu.
Fyrstu tvo dagana var veður
skýjað og talsverð rigning á köfi-
um, svo að skilyrði til myndatöku
voru heldur slæm, en síðustu tvo
dagana var veður allgott. Tókst
okkur að heimsækja flesta skóg-
arteiga, sem ég hafði konnið til
áður.
Ég hafði látið kópíera myndir,
sem þá voru teknar, til þess að
hafa með í ferðinni, og voru þá
valdar myndir, sem mér sýndist
væru vænlegar að nota til sam-
anburðar núna. Ég tók um 200
myndir í ferð okkar Sæmundar,
og eru nokkrar þeirra birtar í
þessum pistli til samanburðar
við hinar frá fyrri ferðum.
Til þess að íþyngja ekki lesend-
um Skógrœktarritsins um of, varð
að ráði með okkur Brynjólfi rit-
stjóra að skipta skýrslunni á tvö
hefti. Nú skýri ég frá skógarreit-
um, sem ég heimsótti í Barða-
strandarsýslum, en í næsta hefti
er hugmyndin að taka fyrir reitina
í ísafjarðarsýslum.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
55